„Frábær árangur á EM veldur því að við fáum HM-sætið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 14:56 Guðmundur er á leið á sitt tólfta stórmót sem aðalþjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/andri marinó Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21