Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 24. apríl 2020 07:26 Donald Trump ætlar sér að berjast gegn rannsóknum Demókrata. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira