Innlent

Ógnaði starfsfólki verslunar með hníf

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast. vísir/vilhelm

Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um að manni væri haldið í verslun í miðbænum eftir að hafa verið stöðvaður vegna gruns um þjófnað. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en hann er sagður hafa ógnað starfsfólki með hníf.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi á tólfta tímanum í gær. Þrír menn voru handteknir á vettvangi í Kópavogi en árásarþoli var fluttur á bráðadeild.

Brotnar voru rúður í skóla í Breiðholti og nokkuð var um hraðakstur og akstur undir áhrifum. Tveir sautján ára ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur og var foreldrum og Barnavernd tilkynnt um málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×