Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:15 Knattspyrnusamband Evrópu vill helst að deildarkeppnir álfunnar verði leiknar til enda. Vísir/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi. Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi.
Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira