Innlent

Til­kynnti í­trekað um sam­kvæmis­há­vaða og varð fyrir árás partí­gests

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla að störfum. Mynd er úr safni.
Lögregla að störfum. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók gest í samkvæmi í Grafarvogi um klukkan tvö í nótt, grunaðan um að hafa ráðist á einstakling sem tilkynnti um hávaða frá samkvæminu. Í dagbók lögreglu segir að sá síðarnefndi hafi ítrekað haft samband við gestgjafann og beðið hann um að draga úr hávaða. Að endingu var lögregla kölluð til.

Gesturinn sem handtekinn var er grunaður um líkamsárás og neitaði að gefa upp nafn sitt á vettvangi. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Frá miðnætti og til fimm í morgun voru þrettán mál vegna afskipta lögreglu af samkvæmishávaða bókuð á höfuðborgarsvæðinu. „Og þurfti stundum að fara oftar en einu sinni á hvern vettvang,“ segir í dagbók lögreglu. 

Ekki kemur fram í dagbókinni hvort eitthvert umræddra samkvæma hafi gerst brotleg við reglur um samkomubann, sem er í gildi fyrir samkomur tuttugu eða fleiri til 4. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×