Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 23:28 Hafnarfjörður. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“ Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“
Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira