Gríðarlegur fjöldi fanga í Bandaríkjunum gæti leitt til fleiri dauðsfalla vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:56 „Hjálp. Við skiptum líka máli.“ Skilaboð frá fanga í öryggishluta fangageymslu Cook-sýslu í Illinois. Myndin er frá 10. apríl. Vísir/EPA Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent