Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 10:43 Kona og börn veifa spænskum fánum og klappa til að heiðra heilbrigðisstarfsmenn og lögreglu í kórónuveirufaraldrinum í borginni Logroño í La Rioja-héraði. Börn hafa þurft að vera alfarið innandyra í útgöngubanninu. Vísir/EPA Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54