Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 10:43 Kona og börn veifa spænskum fánum og klappa til að heiðra heilbrigðisstarfsmenn og lögreglu í kórónuveirufaraldrinum í borginni Logroño í La Rioja-héraði. Börn hafa þurft að vera alfarið innandyra í útgöngubanninu. Vísir/EPA Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54