SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2020 14:54 Halldór Benjamín Þorbergsson segir SA og ASÍ verða að ná saman um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið. Fimmti hver maður á vinnumarkaði sé annað hvort á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum vegna skerts starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að bæði formlegar og óformlega þreifingar með verkalýðshreyfingunni hafi leitt í ljós að hún væri ekki til viðtals um að fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi hinn 1. apríl og koma eiga til útgreiðslu hinn 1. maí. Í raun séu bara tvær leiðir til að draga tímabundið úr launakostnaði atvinnurekenda; frestun launahækkana eða launatengdra gjalda og þar sé mótframlagið í lífeyrissjóði augljósasti kosturinn. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti fyrsta varaforseta ASÍ vegna þess að ekki hafi verið fallist á hugmyndir SA um tímabunda frestu á greiðslu fyrirtækja á mótframlagi í lífeyrissjóði starfsmanna. Þá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sömuleiðis sagt sig úr miðstjórn Alþýðusambandsins vegna þessa. Drífa Snædal forseti ASÍ segir á Facebook síðu sinni í dag að samninganefnd sambandsins hafi verið virkjuð um leið og núverandi ástand skapaðist. "Það er vettvangurinn til að ræða opinskátt og í trúnaði allar mögulegar og ómögulegar hugmyndir, taka stöðuna sem breytist dag frá degi og ráða ráðum okkar. Þetta er verðmætur lýðræðisvettvangur sem skapar grunn fyrir sameiginlegar ákvarðanir jafnvel þótt fólk sé ekki alltaf sammála," segir Drífa. Ekki er langt síðan skrifað var undir lífskjarasamningana sem kynntir voru með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum og bjartsýni nríkti um frmhaldið á vinnumarkaðnum.VísirVilhelm Þær tillögur sem nú sé deilt um og gangi út á skerðingar á réttindum launafólks úr lífeyrissjóðum hafi verið ræddar og um þær verið afar skiptar skoðanir. Varasamt sé að skerða réttindi launafólks úr lífeyrissjóðum til allrar framtíðar. Halldór Benjamín segist ekki átta sig á því að annars vegar segist fólk með fullan vilja til að leysa málið en hafni um leið báðum þeim leiðum sem séu færar. Staðan í atvinnulífinu grafalvarleg „Staðan sem við stöndum frami fyrir er grafalvarleg. Hækkun launa á þessum tímapunkti er náttúrlega einsdæmi í heiminum. Þegar öll fyrirtæki og samfélög eru að glíma við þessa óværu og ljóst að fjöldi fyrirtækja á Íslandi er gjörsamlega kominn að fótum fram," segir Halldór Benjamín. Ef laun hækki í kreppu muni það leiða til þess að fleira fólk missi vinnuna en ella. Halldór segir því nauðsynlegt að ná saman með verkalýðshreyfingunni. Nú séu 15 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og 25 þúsund manns í hlutabótakerfinu eða samtals fjörtíu þúsund manns. „Ég tel einsýnt að þriggja til sex mánaða frestun væri það sem þyrfti. Bara til að gefa fyrirtækjunum ráðrúm til að átta sig á stöðunni eins og hún er núna. Þannig að fyrirtæki landsins séu ekki að ganga lengra í uppsögnum en þörf krefur. Ég óttast að með þessu útspili í dag muni fleiri missa vinnuna en ef þetta hefði gengið í gegn hjá okkur," segir Halldór Benjamín. Ef samkomulag tækist um þessi mál á almenna markaðnum væri það nánast gefin forsenda að opinberi markaðurinn fylgdi með í kjölfarið. Hann hafi sent formlegt erindi til samninganefndar ASÍ á föstudag í síðustu viku sem ekki hafi verið svarað. Annað erindi hafi verið sent á mánudag um tímabundna frestun mótframlagsins og því hafi verið hafnað af samninganefnd ASÍ. Boltinn sé því hjá ASÍ. Í gær hækkuðu laun allra á almennu kjarasamningum félaga innan ASÍ um 18.000 krónur á mánuði og 24.000 krónur hjá þeim sem eingöngu fá laun samkvæmt taxta. "Þetta mun auka launakostnað atvinnulífsins um fimmtíu milljarða á ári, eða fjóra milljarða á mánuði. Þessir peningar eru ekki til í íslensku atvinnulífi eins og sakir standa. Og við því verða Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands að bregðast," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Vinnumarkaður Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að bæði formlegar og óformlega þreifingar með verkalýðshreyfingunni hafi leitt í ljós að hún væri ekki til viðtals um að fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi hinn 1. apríl og koma eiga til útgreiðslu hinn 1. maí. Í raun séu bara tvær leiðir til að draga tímabundið úr launakostnaði atvinnurekenda; frestun launahækkana eða launatengdra gjalda og þar sé mótframlagið í lífeyrissjóði augljósasti kosturinn. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti fyrsta varaforseta ASÍ vegna þess að ekki hafi verið fallist á hugmyndir SA um tímabunda frestu á greiðslu fyrirtækja á mótframlagi í lífeyrissjóði starfsmanna. Þá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sömuleiðis sagt sig úr miðstjórn Alþýðusambandsins vegna þessa. Drífa Snædal forseti ASÍ segir á Facebook síðu sinni í dag að samninganefnd sambandsins hafi verið virkjuð um leið og núverandi ástand skapaðist. "Það er vettvangurinn til að ræða opinskátt og í trúnaði allar mögulegar og ómögulegar hugmyndir, taka stöðuna sem breytist dag frá degi og ráða ráðum okkar. Þetta er verðmætur lýðræðisvettvangur sem skapar grunn fyrir sameiginlegar ákvarðanir jafnvel þótt fólk sé ekki alltaf sammála," segir Drífa. Ekki er langt síðan skrifað var undir lífskjarasamningana sem kynntir voru með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum og bjartsýni nríkti um frmhaldið á vinnumarkaðnum.VísirVilhelm Þær tillögur sem nú sé deilt um og gangi út á skerðingar á réttindum launafólks úr lífeyrissjóðum hafi verið ræddar og um þær verið afar skiptar skoðanir. Varasamt sé að skerða réttindi launafólks úr lífeyrissjóðum til allrar framtíðar. Halldór Benjamín segist ekki átta sig á því að annars vegar segist fólk með fullan vilja til að leysa málið en hafni um leið báðum þeim leiðum sem séu færar. Staðan í atvinnulífinu grafalvarleg „Staðan sem við stöndum frami fyrir er grafalvarleg. Hækkun launa á þessum tímapunkti er náttúrlega einsdæmi í heiminum. Þegar öll fyrirtæki og samfélög eru að glíma við þessa óværu og ljóst að fjöldi fyrirtækja á Íslandi er gjörsamlega kominn að fótum fram," segir Halldór Benjamín. Ef laun hækki í kreppu muni það leiða til þess að fleira fólk missi vinnuna en ella. Halldór segir því nauðsynlegt að ná saman með verkalýðshreyfingunni. Nú séu 15 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og 25 þúsund manns í hlutabótakerfinu eða samtals fjörtíu þúsund manns. „Ég tel einsýnt að þriggja til sex mánaða frestun væri það sem þyrfti. Bara til að gefa fyrirtækjunum ráðrúm til að átta sig á stöðunni eins og hún er núna. Þannig að fyrirtæki landsins séu ekki að ganga lengra í uppsögnum en þörf krefur. Ég óttast að með þessu útspili í dag muni fleiri missa vinnuna en ef þetta hefði gengið í gegn hjá okkur," segir Halldór Benjamín. Ef samkomulag tækist um þessi mál á almenna markaðnum væri það nánast gefin forsenda að opinberi markaðurinn fylgdi með í kjölfarið. Hann hafi sent formlegt erindi til samninganefndar ASÍ á föstudag í síðustu viku sem ekki hafi verið svarað. Annað erindi hafi verið sent á mánudag um tímabundna frestun mótframlagsins og því hafi verið hafnað af samninganefnd ASÍ. Boltinn sé því hjá ASÍ. Í gær hækkuðu laun allra á almennu kjarasamningum félaga innan ASÍ um 18.000 krónur á mánuði og 24.000 krónur hjá þeim sem eingöngu fá laun samkvæmt taxta. "Þetta mun auka launakostnað atvinnulífsins um fimmtíu milljarða á ári, eða fjóra milljarða á mánuði. Þessir peningar eru ekki til í íslensku atvinnulífi eins og sakir standa. Og við því verða Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands að bregðast," segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Vinnumarkaður Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39