Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 22:56 Ástandið er einna verst í New York-ríki. Vísir/Getty Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira