Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 16:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, veitti viðbrögð eftir kynningarfund stjórnvalda í dag. Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Þar sé margt gott að finna en þó ekki nóg gert til að mæta tekjufalli heimilanna. Þó svo að upphæðirnar sem um ræðir séu „ekkert sérstaklega miklar“ þá hjálpi allt eitthvað. Aðgerðirnar sem kynntar voru nú síðdegis voru í 12 liðum og má nálgast nánari útlistun á þeim hérna. Þar á meðal voru fyrirheit um lokunarstyrki og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, auk ýmissa félagslegra aðgerða. Fjármálaráðherra áætlaði að heildarkostnaðurinn við þennan seinni aðgerðapakka nemi um 60 milljörðum króna en að fleiri aðgerðir séu væntanlegar. Forsætisráðherra treysti sér þó ekki til að áætla hvenær þeirra sé að vænta. Vantar stærri skref Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk eins og aðrir þingmenn kynningu á aðgerðunum fyrr í dag. Hún segir að þar séu ekki nógu stór skref stigin. Hún og flokkssystkin hennar hafi þannig áhyggjur af því að tekjumissir heimilanna í faraldrinum sé óbættur. Samfylkingin hafi í því samhengi lagt til að hækka atvinnuleysisbætur sem sé mikilvægt til að draga úr ójöfnuði að sögn Helgu Völu. Vissulega sé mikilvægt að tryggja atvinnu, sem hefur verið eitt af leiðarljósum stjórnvalda í þessu ferli, en það þurfi „að hugsa um hitt líka,“ segir Helga Vala. Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu síðari aðgerðapakka stjórnvalda vegna faraldursins nú síðdegis.Vísir/vilhelm Þó sé ýmislegt ágætt í tillögum stjórnvalda að finna, til að mynda aukinn stuðningur við listafólk. Í aðgerðapakkanum sem kynntur var áðan kemur fram að til standi að auka framlög til listamannalauna sem nemur rúmlega 600 mánuðum. Vildi bætur fyrir námsmenn Hins vegar segir Helga Vala miður að stjórnvöld hafi ekki „verið tilbúin til að setja námsmenn á atvinnuleysisbætur.“ Í könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem kynnt var á dögunum, kom fram að um 40 prósent háskólanema hafi ekki orðið sér úti um sumarstarf. Þess í stað verður rúmlega 2 milljörðum varið í að skapa sumarstörf fyrir þennan hóp. Þá verður 300 milljónum veitt til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verður 800 milljónum króna varið í að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Þó Helga Vala segist fagna stuðningi við fjölmiðla setur hún spurningarmerki við að 350 milljónir verði settar í þann stuðning. Í tengslum við fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hafi ætíð verið rætt um að stuðningurinn yrði 400 milljónir króna, sem þingið samþykkti. Helga Vala slær þó þann varnagla að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig úrræðin gagnist þessum hópum og fyrirtækjunum, sem séu jafn mörg og þau eru mismunandi. „Fjárhæðirnar eru ekkert sérstaklega miklar,“ segir Helga Vala. „En auðvitað hjálpar allt eitthvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Þar sé margt gott að finna en þó ekki nóg gert til að mæta tekjufalli heimilanna. Þó svo að upphæðirnar sem um ræðir séu „ekkert sérstaklega miklar“ þá hjálpi allt eitthvað. Aðgerðirnar sem kynntar voru nú síðdegis voru í 12 liðum og má nálgast nánari útlistun á þeim hérna. Þar á meðal voru fyrirheit um lokunarstyrki og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, auk ýmissa félagslegra aðgerða. Fjármálaráðherra áætlaði að heildarkostnaðurinn við þennan seinni aðgerðapakka nemi um 60 milljörðum króna en að fleiri aðgerðir séu væntanlegar. Forsætisráðherra treysti sér þó ekki til að áætla hvenær þeirra sé að vænta. Vantar stærri skref Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk eins og aðrir þingmenn kynningu á aðgerðunum fyrr í dag. Hún segir að þar séu ekki nógu stór skref stigin. Hún og flokkssystkin hennar hafi þannig áhyggjur af því að tekjumissir heimilanna í faraldrinum sé óbættur. Samfylkingin hafi í því samhengi lagt til að hækka atvinnuleysisbætur sem sé mikilvægt til að draga úr ójöfnuði að sögn Helgu Völu. Vissulega sé mikilvægt að tryggja atvinnu, sem hefur verið eitt af leiðarljósum stjórnvalda í þessu ferli, en það þurfi „að hugsa um hitt líka,“ segir Helga Vala. Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu síðari aðgerðapakka stjórnvalda vegna faraldursins nú síðdegis.Vísir/vilhelm Þó sé ýmislegt ágætt í tillögum stjórnvalda að finna, til að mynda aukinn stuðningur við listafólk. Í aðgerðapakkanum sem kynntur var áðan kemur fram að til standi að auka framlög til listamannalauna sem nemur rúmlega 600 mánuðum. Vildi bætur fyrir námsmenn Hins vegar segir Helga Vala miður að stjórnvöld hafi ekki „verið tilbúin til að setja námsmenn á atvinnuleysisbætur.“ Í könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem kynnt var á dögunum, kom fram að um 40 prósent háskólanema hafi ekki orðið sér úti um sumarstarf. Þess í stað verður rúmlega 2 milljörðum varið í að skapa sumarstörf fyrir þennan hóp. Þá verður 300 milljónum veitt til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verður 800 milljónum króna varið í að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Þó Helga Vala segist fagna stuðningi við fjölmiðla setur hún spurningarmerki við að 350 milljónir verði settar í þann stuðning. Í tengslum við fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hafi ætíð verið rætt um að stuðningurinn yrði 400 milljónir króna, sem þingið samþykkti. Helga Vala slær þó þann varnagla að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig úrræðin gagnist þessum hópum og fyrirtækjunum, sem séu jafn mörg og þau eru mismunandi. „Fjárhæðirnar eru ekkert sérstaklega miklar,“ segir Helga Vala. „En auðvitað hjálpar allt eitthvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira