Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2020 13:34 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. Helgi Grímsson, sviðsstjóri, segir sviðið hafa sloppið tiltölulega vel í faraldrinum í ljósi þess mikla fjölda sem starfar hjá skóla-og frístundasviði, sem eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð manns. Samkvæmt tölum frá Gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar hafa tæplega 400 starfsmenn sviðsins ýmist þurft að sæta sóttkví eða einangrun frá því faraldurinn kom upp. Flestir sem hafa þurft að fara í sóttkví eða eingangrun starfa hjá skóla-eða frístundasviði samanborið við önnur svið borginnar enda starfa þar flestir. Fjörutíu grunnskólabörn hafa veikst í faraldrinum og níu leikskólabörn að sögn Helga. Ekkert þeirra hefur þó veikst alvarlega. Tuttugu starfsmenn í grunnskólum borgarinnar hafa smitast af Covid-19 en þrjátíu og fimm í leikskólunum. Helgi segir að flest smitanna hefðu átt sér stað áður en heilbrigðisráðherra setti, að beiðni sóttvarnalæknis, á takmarkanir á borð við öryggisfjarlægð og samkomubann. „Þessar tölur lýsa því kannski númer eitt, tvö og þrjú hvað skóla-og frístundasvið er stórt svið og hversu margir starfsmenn vinna á sviðinu í hlutfalli við önnur svið Reykjavíkurborgar. Ef við skoðum sögu smitanna þá sjáum við að flest þeirra komu upp á þeim tíma þegar menn voru enn að faðmast í vinnunni og voru ekki komin með þessa smitgát nægilega vel. Smitum eftir takmarkanirnar á skólastarfinu hefur fækkað mjög mikið en þau voru heldur ekki svo mörg fyrir.“ Helgi segist afar stoltur af því hvernig starfsfólk skóla-og frístundasviðs hefur tekist til í sóttvörnum og að tryggja öryggi. „Ég tel að við höfum staðið okkur alveg frábærlega, bæði í leikskóla og grunnskóla, sérstaklega þegar smitið var sem mest, að ná að temja það, þannig að öryggi starfs í leik-og grunnskólum sé með þessum öfluga hætti og raun ber vitni á seinustu dögum.“ Helgi segir góðan árangur starfsfólks sviðsins hafa vakið athygli erlendis. Fjölmiðlar hafi á síðustu vikum óskað eftir upplýsingum um aðferðir Íslendinganna. „Ég fékk til dæmis fyrirspurn frá dagblaðinu í Bergen í Noregi spurninguna, „hversu margir hafa smitast alvarlega af börnum og starfsmönnum?“ Í þeirra skilgreiningu var það að smitast alvarlega að leggjast inn á spítala, fara í öndunarvél eða að einhver hafi látist. Við könnun hjá okkur kom í ljós að ekkert barn í leik-og grunnskóla veiktist alvarlega og af þessum 5.100 starfsmönnum sem málið varðar voru tveir sem veiktust alvarlega, það er að segja tveir sem fóru inn á sjúkrahús, lögðust þar inn og annar af þeim þurfti öndunaraðstoð, ekki öndunarvél, heldur súrefni. Þeim þótti þetta nokkuð merkilegt hversu lítil áhrif vírusinn hefði á skólaumhverfið hjá okkur.“ Þrátt fyrir að Íslendingar hafi náð ágætis tökum á faraldrinum greinast þó enn þó nokkur smit daglega. Aflétting á takmörkunum blasir við starfsfólki 4. maí og hefur sóttvarnateymið sagt að skólahald ætti að vera með „eðlilegum hætti“ eftir þann dag. Helgi var spurður hvort starfsfólk í leik- og grunnskólum hefði áhyggjur eða fyndist óþægilegt að þurfa að mæta til vinnu við þessar kringumstæður. „Alveg örugglega, og ég held það eigi við um alla Íslendinga. Ef menn upplifa að þeir eigi á hættu að veikjast þá er það alltaf óþægileg staða. Hið óþekkta er alltaf erfitt. Fyrir marga sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, eða búa á heimili þar sem fólk er með undirliggjandi sjúkdóma, þá er þetta eðlilega erfitt. En þess vegna segi ég að við munum áfram passa okkur, við munum áfram gæta að smitgát miðað við það umhverfi sem við erum í og það verður á komandi vikum sem við þurfum öll að standa saman um að gera eins vel og við getum til að minnka líkur á útbreiðslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. Helgi Grímsson, sviðsstjóri, segir sviðið hafa sloppið tiltölulega vel í faraldrinum í ljósi þess mikla fjölda sem starfar hjá skóla-og frístundasviði, sem eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð manns. Samkvæmt tölum frá Gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar hafa tæplega 400 starfsmenn sviðsins ýmist þurft að sæta sóttkví eða einangrun frá því faraldurinn kom upp. Flestir sem hafa þurft að fara í sóttkví eða eingangrun starfa hjá skóla-eða frístundasviði samanborið við önnur svið borginnar enda starfa þar flestir. Fjörutíu grunnskólabörn hafa veikst í faraldrinum og níu leikskólabörn að sögn Helga. Ekkert þeirra hefur þó veikst alvarlega. Tuttugu starfsmenn í grunnskólum borgarinnar hafa smitast af Covid-19 en þrjátíu og fimm í leikskólunum. Helgi segir að flest smitanna hefðu átt sér stað áður en heilbrigðisráðherra setti, að beiðni sóttvarnalæknis, á takmarkanir á borð við öryggisfjarlægð og samkomubann. „Þessar tölur lýsa því kannski númer eitt, tvö og þrjú hvað skóla-og frístundasvið er stórt svið og hversu margir starfsmenn vinna á sviðinu í hlutfalli við önnur svið Reykjavíkurborgar. Ef við skoðum sögu smitanna þá sjáum við að flest þeirra komu upp á þeim tíma þegar menn voru enn að faðmast í vinnunni og voru ekki komin með þessa smitgát nægilega vel. Smitum eftir takmarkanirnar á skólastarfinu hefur fækkað mjög mikið en þau voru heldur ekki svo mörg fyrir.“ Helgi segist afar stoltur af því hvernig starfsfólk skóla-og frístundasviðs hefur tekist til í sóttvörnum og að tryggja öryggi. „Ég tel að við höfum staðið okkur alveg frábærlega, bæði í leikskóla og grunnskóla, sérstaklega þegar smitið var sem mest, að ná að temja það, þannig að öryggi starfs í leik-og grunnskólum sé með þessum öfluga hætti og raun ber vitni á seinustu dögum.“ Helgi segir góðan árangur starfsfólks sviðsins hafa vakið athygli erlendis. Fjölmiðlar hafi á síðustu vikum óskað eftir upplýsingum um aðferðir Íslendinganna. „Ég fékk til dæmis fyrirspurn frá dagblaðinu í Bergen í Noregi spurninguna, „hversu margir hafa smitast alvarlega af börnum og starfsmönnum?“ Í þeirra skilgreiningu var það að smitast alvarlega að leggjast inn á spítala, fara í öndunarvél eða að einhver hafi látist. Við könnun hjá okkur kom í ljós að ekkert barn í leik-og grunnskóla veiktist alvarlega og af þessum 5.100 starfsmönnum sem málið varðar voru tveir sem veiktust alvarlega, það er að segja tveir sem fóru inn á sjúkrahús, lögðust þar inn og annar af þeim þurfti öndunaraðstoð, ekki öndunarvél, heldur súrefni. Þeim þótti þetta nokkuð merkilegt hversu lítil áhrif vírusinn hefði á skólaumhverfið hjá okkur.“ Þrátt fyrir að Íslendingar hafi náð ágætis tökum á faraldrinum greinast þó enn þó nokkur smit daglega. Aflétting á takmörkunum blasir við starfsfólki 4. maí og hefur sóttvarnateymið sagt að skólahald ætti að vera með „eðlilegum hætti“ eftir þann dag. Helgi var spurður hvort starfsfólk í leik- og grunnskólum hefði áhyggjur eða fyndist óþægilegt að þurfa að mæta til vinnu við þessar kringumstæður. „Alveg örugglega, og ég held það eigi við um alla Íslendinga. Ef menn upplifa að þeir eigi á hættu að veikjast þá er það alltaf óþægileg staða. Hið óþekkta er alltaf erfitt. Fyrir marga sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, eða búa á heimili þar sem fólk er með undirliggjandi sjúkdóma, þá er þetta eðlilega erfitt. En þess vegna segi ég að við munum áfram passa okkur, við munum áfram gæta að smitgát miðað við það umhverfi sem við erum í og það verður á komandi vikum sem við þurfum öll að standa saman um að gera eins vel og við getum til að minnka líkur á útbreiðslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira