Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 11:42 Joe Biden þarf að spýta verulega í lófana til þess að brúa bilið í framboð Trump sem hefur sankað að sér miklum auðæfum fyrir kosningabaráttuna. AP/Evan Vucci Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent