Hlutabætur misnotaðar á sama tíma og atvinnuleysi eykst sem aldrei fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:12 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira