Ásgeir Örn leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 15:18 Ásgeir Örn lauk ferlinum með Haukum. vísir/bára Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni