Þrír blaðamenn Liverpool Echo gefa Gylfa einkunn fyrir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Bournemouth á Goodison Park. Framtíð hans hjá félaginu er í uppnámi samkvæmt fréttum frá Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires. Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires.
Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira