Þrír blaðamenn Liverpool Echo gefa Gylfa einkunn fyrir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Bournemouth á Goodison Park. Framtíð hans hjá félaginu er í uppnámi samkvæmt fréttum frá Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires. Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires.
Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira