Sir Alex Ferguson mætti á leynifundinn með Cantona aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:30 Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri Manchester United með þeim Eric Cantona og Ryan Giggs. Getty/Harry Goodwin Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins. Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins.
Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira