Sir Alex Ferguson mætti á leynifundinn með Cantona aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:30 Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri Manchester United með þeim Eric Cantona og Ryan Giggs. Getty/Harry Goodwin Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins. Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins.
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn