Stuðningsmenn Chelsea völdu Eið Smára meðal þeirra 25 bestu í sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea á móti Arsenal á Highbury í desember 2004. Getty/ Ben Radford Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00
Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00