Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 08:00 Laugavegurinn er í raun orðin göngugata, í það minnsta mánudagskvöldið 30. mars þegar gangandi og akandi tóku samhljóða ákvörðun um að halda sig heima. Vísir/Vilhelm Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga eins og stór hluti landsmanna, ef þeir eru svo heppnir að hafa vinnu á annað borð. Í dag skrifaði ég um uppsagnir hjá Isavia og uppsagnir hjá DV. Gjörgæslurúm og skipverja í sóttkví. Kórónuveiran lætur svo sannarlega til sín taka. Vinur minn hringir og vill fara í göngutúr. Hefðum líklega farið að skokka ef ég væri ekki með bólginn ökkla en göngutúrinn er sjóðandi heitur þessa dagana. Neshringurinn er nýi b5 sagði göfug kona á Twitter á dögunum. Skrúfusleikar á b5 bíða sumarsins eða jafnvel haustsins af augljósum ástæðum. Nú sýnir þú þig og sérð aðra á Sæbrautinni, Laugardalnum eða Fossvoginum. Neshringurinn er nýji B5 🥳— Hafrún Elísa (@hafrunelisa) March 28, 2020 Væri ekki áhugavert að sjá hvernig miðbærinn er eftir miðnætti um helgar þessa dagana? Bænum þínum hefur verið svarað. Staðan í bænum um nóttina liðna helgi var einhvern veginn svona. Allavega enginn að brjóta tóma glerflösku af því bara. Göngutúr í miðbæinn á matmálstíma felur í sér að tékka á 2 fyrir 1 tilboðum dagsins, í gegnum bankann eða símafyrirtækið. Alls konar tilboð en hvað ætli sé opið? Sæta svínið, Fjallkonan, Rossopommodoro bjóða öll upp á tilboð skv. appinu en maður á von á því að koma víðast hvar að lokuðum dyrum. „Nauðasköllóttur“ Ég hef tilfinningu fyrir því hver staðan er niðri í bæ. Ég fór þangað með kærustunni á mánudaginn fyrir viku, síðasta daginn fyrir hert samkomubann. Mánudagar eru greinilega aðalkvöldin. Við enduðum í hamborgaratilboði á Lebowski. 1250 krónur fyrir 150 gramma borgara, franskar og gos, sem við uppfærðum í bjór. Þau voru ekki viss þá hvort staðurinn yrði opinn í hertu samkomubanni. Það borgi sig varla með tuttugu manna hámark. Tilboðið líklega til þess gert að hreinsa lagerinn fyrir lokun. Við röltum niður Tjarnargötuna og viti menn, fólk er á göngu og hlaupum. Sköllóttur leikari hleypur fram hjá. Ég sé reyndar ekki að hann er sköllóttur, ég veit bara að Benedikt Erlingsson er það, jafnvel þótt Jón Gnarr hafi talið annað í ógleymanlegu atriði í fyrsta Fóstbræðraþættinum. Ég sinni skyldum mínum sem meðlimur í Facebook-hópnum Frægir á ferð og tek ömurlega mynd af Benedikt á hlaupum. Eru bara allir farnir að skokka? Eða er Benni Erlings kannski grimmur skokkari? Hefur hann hlaupið maraþon? Ég fatta að ég veit lítið sem ekkert um Benna Erlings utan leiksviðsins og hvíta tjaldsins. Jú, hann er umhverfisverndarsinni og nýkominn á markaðinn. Ætli hann sé á Tinder? Fimm læk á fimm klukkustundum fyrir mynd af Benna Erlings. Það er ekki mikið á þessum síðustu og verstu. Ekki meira stripp Skúli, fullkominn staður fyrir bjórsnobbara, er lokaður. Sæta svínið og Fjallkonan eru augljóslega lokuð. Það tekur því ekki að ganga frá miðju Ingólfstorgi og að rauðu húsunum. Dregið fyrir og ef eitthvað er í gangi innandyra á allavega enginn að sjá það, hvað þá blaðamaður. Horfum frekar á tvo hjólabrettastráka leika listir sínar og höldum svo áfram. Við göngum Austurstrætið. Það er líf á einum stað, í túristabúðinni Icewear, þar sem Búnaðarbankinn var lengi með útibú sitt. Lífið felst í því að öll ljós eru kveikt og dyrnar standa opnar en ég sé ekki einn einasta viðskiptavin. Það er opið á Shalimar þótt það sjáist varla inn um litlu gluggana. Þar situr einhver og borðar indverskt. Bon appetit. Það er lokað á American Bar, Austur, Jungle Bar, Laundromat og meira að segja á English Pub. Enginn fótbolti heldur í sjónvarpinu. Korteri fyrr hefði Vínbúðin verið opin svo maður hefði séð tvo til þrjá starfsmenn þar. „Þetta hús vantar nýja sögu,“ stendur í fasteignaauglýsingu Reita á húsi sem hýst hefur strippstaði um árabil. „That's an understatement,“ segir vinur minn og hlær. Ég líka. Ég hugsaði það nákvæmlega sama fyrir þremur vikum og póstaði því á Twitter. No shit! pic.twitter.com/Wn4r7D2mC8— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) March 8, 2020 Reitir eru með aðra fasteignaauglýsingu á húsinu sem hýsti Póstinn lengi vel og seinna Hitt húsið. Fallegt hús sem virðist standa autt. Það væri gaman að fá líf í það. Yfir á rauðu ljósi Lokað á Café París og Apótekinu. Kona nokkur er að skella í lás hjá Eymundsson, þau loka fyrr þessa dagana. Hressó er lokað og Bjarni Fel sömuleiðis. Veit Bjarni Fel af þessu? Hvert var hans „kött“ annars í þessum stað? Ferðamaður kemur labbandi út úr 10-11. Þó ekki með kippu af pilsner. Sú verslun hefur það gott í Austurstræti því þrátt fyrir hneykslanlega hátt vöruverð hefur hún komið sér vel á leiðinni heim úr bænum að næturlagi oftar en einu sinni. Við stoppum á rauðu götuljósi við Lækjargötu. Ertu ekki að grínast? Af hverju erum við að stoppa. Mér líður eins og Palla, þeim eina í heiminum. Við röltum yfir á eldrauðu. Ætli einhver hafi fengið sekt á Íslandi fyrir að ganga yfir á rauðu ljósi? Ég hefði getað spurt nýskipaðan ríkislögreglustjóra sem ég tek allt í einu eftir að er á röltinu niður Laugaveginn, á hinni gangstéttinni. Hún býr í Vesturbænum eins og ég. Ætli hún sé að sinna einhverju eftirliti vegna samkomubanns? Er einhver ekki að hlýða Víði eða er hún bara á heilsugöngu heim til sín eftir vinnudaginn? Hún er farin. Það þýðir ekkert að pæla svona lengi í spurningunum. Sigríður Björk var niðursokkinn í símann á göngu sinni niður Laugaveginn. Í næg horn að líta þessa dagana.Vísir/Vilhelm Staður á indíánagrafreit? Prikið er opið! Það hlaut að koma að því. Opinn staður, en við erum enn með hugann við 2 fyrir 1 tilboð. Vinur minn veit ekki af því en ég er með hugann við Lebowski. 1250 krónur fyrir frábæran borgara og franskar er hörkudíll. Gos er barns síns tíma en sódavatnið stendur fyrir sínu. Subway virðist opið en enginn inni. Víkivaki er lokaður en skilti á hurðinni segir að hitt útibú sjoppunnar á Barónsstíg sé opið. Víkivaki beinir viðskiptavinum sínum á Barónsstíg.Vísir/KTD Víetnam er opið en ekki sála þar inni. Ansi stór staður og mér finnst skrýtið að hafa aldrei borðað þar því ég elska asískan mat. Ætli eitthvað geti rekið sig í þessu húsi? Var húsið reist á grafreit indíána? Fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn lifði ekki af, það var eins og Íslendingar hefðu tekið út allan kleinuhringjaáhuga fyrstu vikuna. Ekki vantaði áhugann á opnun Dunkin' Donuts árið 2015. Fólk svaf í röðinni til að tryggja sér gjafabréf, ársbirgðir af kleinuhringjum.Vísir/Atli Ítalía er opin og býður afhendingu á pítsum. Opna reyndar ekki fyrr en klukkan 16 þessa dagana. Það eru allir að laga sig að breyttum aðstæðum. Maður fagnar hverjum stað sem hefur opið þó ekki sé nema korter. Basl í Lundabúðum Gamla apótekið á horni Vegamótastígs og Laugavegs er galtómt. Rýmið er fallegt þegar maður horfir inn um gluggann og veltir fyrir sér möguleikunum. Skemmtistaður? Listagallerý? Vonandi ekki Lundabúð. Þær eru ekki heitar núna, loka hver á fætur annarri þótt ekki sé við lundann að sakast. Gamla apótekið býður upp á alls konar möguleika í rekstri. Enginn skortur er hins vegar á húsnæði í miðborginni fyrir rekstur, hvað þá þessa kórónuveirudagana. Bastard Brewery kann leikinn og stillir upp skilti á Laugaveginum.Vísir/KTD Viti menn. Lebowski er opinn. Stórt skilti minnir á tilboðið góða, þetta er orðin eins og falin auglýsing fyrir þetta tilboð, en svona er þetta. Ég er hálfskoskur, það er efnahagsástand og borgararnir eru góðir. Við ætlum samt að vinna aðeins fyrir borgaranum og röltum áfram upp Laugaveginn. Ég gæti haldið áfram að telja upp staði en í grunninn er allt lokað. Ég velti fyrir mér fjölda fólks í veitingageiranum sem er án vinnu þessa dagana. Fólk í fullu starfi eða hlutastörfum að drýgja tekjurnar eða vinna með námi. Flestir þessir staðir gætu eflaust útfært samkomubannið en það myndi líklega ekki borga sig. Það er engin tilviljun að flestir eru búnir að loka. Sportlakkrís í staðinn fyrir Kúlu-súkk Það er nóg af stæðum á Laugaveginum. Bara voðalega fáar búðir til að versla í. Höfum samt í huga að klukkan er farin að ganga 19. Verslanirnar eru margar hverjar með styttri opnunartíma og margir loka daglega klukkan 18. Enginn sötrar bjór á Bravó, enginn á happy hour á Public house. Skilti frá Brewdog vísar leiðina niður á samnefndan bar við Hverfisgötu. Væntanlega opið. Gott að vita af því. Bónus er opið til 18:30, líka í Kjörgarði. Við höfum tvær mínútur. Maður kemst reyndar ekki í rúllustigann sögufræga. Sá hluti hússins er lokaður. Ég sé fyrir mér sjónvarpskvöld (sem fór í að skrifa þennan pistil) og poka af Kúlu-súkk. Það er eitthvað af fólki í Bónus, ekkert tveggja metra vesen samt, og við byrjum auðvitað á því að spritta okkur. Mér líður eins og fimmtán ára unglingi að fara inn í Bónus til þess eins að kaupa mér nammi. Kolvetnaklúbburinn hefur vinninginn í dag. Kúlu-súkk er svo gott að útlendingar hafa birt myndir af því á Twitter. Have you ever tried salty liquorice covered in chocolate? You'd never forget the taste #kulusukk #icelandicandy pic.twitter.com/agd6Gj4U— Annamaria Fuzy (@afuzy) January 9, 2013 Það er uppselt! Vöruskortur! Nei, reyndar virðist allt vera til nema Kúlu-Súkk... Sportlakkrís kemur í staðinn. „Ertu hundrað ára?“ ímynda ég mér klassísk viðbrögð kærustunnar þegar hún sér pokann. Hún er heldur ekki fyrir Mozart kúlur eða Ritter Sport. Pokinn af sportlakkrísnum kláraðist áður en pistlinum lauk. Vísir/KTD Vínlager upp á milljónir Mig langar að vita hver staðan er á Hlemmi Mathöll. Strákarnir í Skál gáfu forsetafrúnni rauðvínsflösku með pöntuðum mat heim á dögunum. Sniðugir. Fjölmargir veitingamenn vilja opna á möguleikann að selja vín í heimsendingu með stuðningi dómsmálaráðherra. Vínlagerar upp á milljónir eru óhreyfðir á veitingastöðum sem vilja hugsa í lausnum og senda heim. Virðist borðleggjandi. Og þó. Kannski er einmitt betra að lágmarka aðgengi að víni. Alma Möller landlæknir minnir á það. Kannski væri best að endurnýta gamlar lausnir? Banna bjórinn. Það virkaði til ársins 1989 þegar allt fór á hliðina, eða þannig. „Hvað ef við bönnum bara áfengi á Íslandi á meðan kórónufaraldurinn stendur yfir?“ gæti Alma mögulega spurt Þórólf sóttvarnalækni að einhvern tímann. Hún gerði það ekki á blaðamannafundinum í gær þegar þessi mynd var tekin.Júlíus Sigurjónsson Hlemmur Mathöll er lokuð. Einhver hreyfing innandyra sem er væntanlega heimsendingarþjónustan. Devitos virðist vera opið. Góðar en frekar dýrar pítsur fyrir skyndibita. Litli asíski staðurinn sem ég veit ekki hvað heitir við hliðina á Rauða kross búðinni er opinn og þar er setið á fjórum borðum. Já! Mesta stuðið hingað til. Lítill sveigur og horfa undan Við snúum við. Strunsið tveggja svangra tæplega fertugra manna er tekið í hamborgaratilboðið. Við mætum einum og einum, alltaf tekinn smá sveigur en ekkert yfirdrifið. Aldrei tveir metrar á milli. Samfélagið virðist ekki alveg komið þangað. Sveigur og horfa í hina áttina. Þú andar ekki framan í neinn og hann ekki framan í þig. Það virðist samþykkt norm. Af hverju göngum við ekki bara á götunni? Það er ekki bíl að sjá. Laugavegurinn er allur orðinn að göngugötu, á undan áætlun. Þótt verslanir séu lokaðar er víða hægt að redda sér með kaupum á netinu.Vísir/KTD Við göngum inn á Lebowski. Er pláss fyrir tvo? Það er ekki augljóst við fyrstu sýn. Ég tel níu gesti og tvo starfsmenn. Eflaust fleiri fyrir innan. Barþjónninn ætlar að telja. Hann gerir eina tilraun, svo aðra og að lokum þriðju. Hann horfir á okkur og svo einn sem er kominn inn fyrir og stendur líklega einn og hálfan metra fyrir aftan okkur. „Það er pláss fyrir ykkur tvo,“ segir þjónninn vandræðalegur og horfir á nýja gestinn. Sá er kominn til að hitta tvo vini sem sitja í sófa í þriggja metra fjarlægð. Við flýjum inn, sprittum okkur og finnum sæti. Ég velti fyrir mér að fara á salernið til að þvo hendurnar með heitu vatni og sápu, í þrjátíu sekúndur. Tilhugsunin að fara á almenningsklósett niðri í bæ er ekki að heilla mig. Væri til í að sleppa því. Eftir sprittþurrkin sem ég fékk á hendurnar í byrjun mánaðar er ég farinn að þvo mér miklu meira en spritta. Tveir sprittbrúsar, sem ég keypti á kassanum í Krónunni fyrir fjórum vikum áhyggjufullur hvort það yrði til spritt daginn eftir, standa svo til fullir á borðinu heima. Nú spritta ég mig bara úti í búð - og núna aftur þegar hamborgarinn er kominn á borðið. Vinur minn, nýbúin að spritta sig, kann heldur ekki við annað en að rölta að brúsanum og spritta sig. Dumb and Dumber er á skjánum á meðan við gúffum í okkur. Við skellum upp úr yfir atriðinu með Seabass. Ég hugsa um það í hvert einasta skipti sem ég sé Seabass, karfa, á matseðli á veitingahúsum erlendis. Frí áfylling af spritti Á Laugavegi er skilti sem vísar á Bastard Brewery á Vegamótastíg, gamli Vegamót. Einn bjór? Við tókum bara kolsýruna með borgaranum svo við eigum enn inni fyrir mánudagsbjór. Augnabliksskönnun leiðir í ljós að tæplega tuttugu eru á staðnum. Það hjálpar okkur að þriggja manna fjölskylda er á leiðinni út þegar við mætum. Spritt og svo fáum við okkur sæti. Það er lokað fyrir innan og fólk dreifir úr sér. Tveggja metra reglan í góðu gildi. Miðaldra maður situr einn á næsta borði, skellir í sig Tacos og biður um áfyllingu á rauðvíni þrisvar sinnum á meðan við sötrum bjórinn. Við erum reyndar ekkert að flýta okkur. Drekkum samt bjórinn áður en hann verður flatur. Sprittum okkur aftur á leiðinni út. b6 í Bankastræti Við erum búnir að spjalla í tvo tíma. Eftir korter af Covid-19 umræðum höfum við náð að ræða eitthvað annað. Og þó. Við erum búnir að ræða stöðuna í miðbænum, sem er tilkomin vegna Covid-19. Við erum búnir að ræða sprittanir og hreinleika á veitingastöðum, út af Covid-19. Við erum búnir að ræða stöðuna hjá krökkunum í skólanum, flutninga fjölskyldu og vina á milli landa vegna Covid-19. En þess utan ræddum við eitthvað allt annað og gjörsamlega gleymdum Covid-19... Við getum samt ekki hætt að pæla í stöðu mála í miðbænum á leiðinni til baka. Miðbærinn var reyndar yfirleitt frekar glataður á virkum dögum áður en túristinn stimplaði sig inn fyrir alvöru fyrir tíu árum. Forsvarsmenn b5 nýta tímann og þurrka gólfið á meðan ekki er hægt að dansa á fjölunum.Vísir/KTD Sólon er tómur og líklega verið að nýta tímann í einhvers konar framkvæmdir. Sömu sögu er að segja um b5 þar sem búið er að rífa upp gólfið sem er þekkt fyrir að vera reglulega á floti. Við rekum augun í teiknað skilti úti í glugga á annarri hæð hinum megin götunnar. b6 stendur á skiltinu. Hvaða snillingur býr þarna? Við hlæjum, snilld. Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur. Lítið hefur farið fyrir gleðistaðnum b6 í umræðunni til þessa. Gullbúðin stendur við Bankastræti 6 en á annarri hæð virðist vera fjör sem fáir vita af.Vísir/KTD Tómur herkastali Við göngum yfir Ingólfstorg. Einmana strákur á hjólabretti og feðgar sem sparka fótbolta á milli sín. Boltinn er appelsínugulur sem hefði mögulega verið liturinn á boltanum hefði Ísland mætt Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudaginn og snjóföl verið á vellinum. Feðgar sparka á milli sín appelsínugulum fótbolta á Ingólfstorgi á mánudagskvöldi. Hjólabrettastrákur undirbýr næsta rennsli. Matthías Ásgeirsson Ég rek augun í Herkastalann við Kirkjustræti, fyrrverandi húsakynni Hjálpræðishersins um árabil, þar sem miðbærinn endar og vesturbærinn byrjar samkvæmt minni skilgreiningu. Þetta risastóra stórglæsilega hús. Eru liðin þrjú eða fjögur ár síðan að fasteignafélagið Kastali keypti húsið á 630 milljónir króna? Skiptir ekki máli. Gistipláss fyrir fátæka vék fyrir gistiplássi fyrir þá sem hafa í sig og á og vel það. Reyndar hefur ekki orðið vart við neina hreyfingu í Herkastalanum síðan Hjálpræðisherinn kvaddi. Það er samt vissara fyrir forsvarsmenn Kastala að hafa hraðar hendur til að geta tekið á móti öllum ferðamönnunum sem eru væntanlegir (plís komiði aftur!) þegar kórónuveiran hefur lagst í dvala. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kolbeinn Tumi Daðason Reykjavík Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga eins og stór hluti landsmanna, ef þeir eru svo heppnir að hafa vinnu á annað borð. Í dag skrifaði ég um uppsagnir hjá Isavia og uppsagnir hjá DV. Gjörgæslurúm og skipverja í sóttkví. Kórónuveiran lætur svo sannarlega til sín taka. Vinur minn hringir og vill fara í göngutúr. Hefðum líklega farið að skokka ef ég væri ekki með bólginn ökkla en göngutúrinn er sjóðandi heitur þessa dagana. Neshringurinn er nýi b5 sagði göfug kona á Twitter á dögunum. Skrúfusleikar á b5 bíða sumarsins eða jafnvel haustsins af augljósum ástæðum. Nú sýnir þú þig og sérð aðra á Sæbrautinni, Laugardalnum eða Fossvoginum. Neshringurinn er nýji B5 🥳— Hafrún Elísa (@hafrunelisa) March 28, 2020 Væri ekki áhugavert að sjá hvernig miðbærinn er eftir miðnætti um helgar þessa dagana? Bænum þínum hefur verið svarað. Staðan í bænum um nóttina liðna helgi var einhvern veginn svona. Allavega enginn að brjóta tóma glerflösku af því bara. Göngutúr í miðbæinn á matmálstíma felur í sér að tékka á 2 fyrir 1 tilboðum dagsins, í gegnum bankann eða símafyrirtækið. Alls konar tilboð en hvað ætli sé opið? Sæta svínið, Fjallkonan, Rossopommodoro bjóða öll upp á tilboð skv. appinu en maður á von á því að koma víðast hvar að lokuðum dyrum. „Nauðasköllóttur“ Ég hef tilfinningu fyrir því hver staðan er niðri í bæ. Ég fór þangað með kærustunni á mánudaginn fyrir viku, síðasta daginn fyrir hert samkomubann. Mánudagar eru greinilega aðalkvöldin. Við enduðum í hamborgaratilboði á Lebowski. 1250 krónur fyrir 150 gramma borgara, franskar og gos, sem við uppfærðum í bjór. Þau voru ekki viss þá hvort staðurinn yrði opinn í hertu samkomubanni. Það borgi sig varla með tuttugu manna hámark. Tilboðið líklega til þess gert að hreinsa lagerinn fyrir lokun. Við röltum niður Tjarnargötuna og viti menn, fólk er á göngu og hlaupum. Sköllóttur leikari hleypur fram hjá. Ég sé reyndar ekki að hann er sköllóttur, ég veit bara að Benedikt Erlingsson er það, jafnvel þótt Jón Gnarr hafi talið annað í ógleymanlegu atriði í fyrsta Fóstbræðraþættinum. Ég sinni skyldum mínum sem meðlimur í Facebook-hópnum Frægir á ferð og tek ömurlega mynd af Benedikt á hlaupum. Eru bara allir farnir að skokka? Eða er Benni Erlings kannski grimmur skokkari? Hefur hann hlaupið maraþon? Ég fatta að ég veit lítið sem ekkert um Benna Erlings utan leiksviðsins og hvíta tjaldsins. Jú, hann er umhverfisverndarsinni og nýkominn á markaðinn. Ætli hann sé á Tinder? Fimm læk á fimm klukkustundum fyrir mynd af Benna Erlings. Það er ekki mikið á þessum síðustu og verstu. Ekki meira stripp Skúli, fullkominn staður fyrir bjórsnobbara, er lokaður. Sæta svínið og Fjallkonan eru augljóslega lokuð. Það tekur því ekki að ganga frá miðju Ingólfstorgi og að rauðu húsunum. Dregið fyrir og ef eitthvað er í gangi innandyra á allavega enginn að sjá það, hvað þá blaðamaður. Horfum frekar á tvo hjólabrettastráka leika listir sínar og höldum svo áfram. Við göngum Austurstrætið. Það er líf á einum stað, í túristabúðinni Icewear, þar sem Búnaðarbankinn var lengi með útibú sitt. Lífið felst í því að öll ljós eru kveikt og dyrnar standa opnar en ég sé ekki einn einasta viðskiptavin. Það er opið á Shalimar þótt það sjáist varla inn um litlu gluggana. Þar situr einhver og borðar indverskt. Bon appetit. Það er lokað á American Bar, Austur, Jungle Bar, Laundromat og meira að segja á English Pub. Enginn fótbolti heldur í sjónvarpinu. Korteri fyrr hefði Vínbúðin verið opin svo maður hefði séð tvo til þrjá starfsmenn þar. „Þetta hús vantar nýja sögu,“ stendur í fasteignaauglýsingu Reita á húsi sem hýst hefur strippstaði um árabil. „That's an understatement,“ segir vinur minn og hlær. Ég líka. Ég hugsaði það nákvæmlega sama fyrir þremur vikum og póstaði því á Twitter. No shit! pic.twitter.com/Wn4r7D2mC8— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) March 8, 2020 Reitir eru með aðra fasteignaauglýsingu á húsinu sem hýsti Póstinn lengi vel og seinna Hitt húsið. Fallegt hús sem virðist standa autt. Það væri gaman að fá líf í það. Yfir á rauðu ljósi Lokað á Café París og Apótekinu. Kona nokkur er að skella í lás hjá Eymundsson, þau loka fyrr þessa dagana. Hressó er lokað og Bjarni Fel sömuleiðis. Veit Bjarni Fel af þessu? Hvert var hans „kött“ annars í þessum stað? Ferðamaður kemur labbandi út úr 10-11. Þó ekki með kippu af pilsner. Sú verslun hefur það gott í Austurstræti því þrátt fyrir hneykslanlega hátt vöruverð hefur hún komið sér vel á leiðinni heim úr bænum að næturlagi oftar en einu sinni. Við stoppum á rauðu götuljósi við Lækjargötu. Ertu ekki að grínast? Af hverju erum við að stoppa. Mér líður eins og Palla, þeim eina í heiminum. Við röltum yfir á eldrauðu. Ætli einhver hafi fengið sekt á Íslandi fyrir að ganga yfir á rauðu ljósi? Ég hefði getað spurt nýskipaðan ríkislögreglustjóra sem ég tek allt í einu eftir að er á röltinu niður Laugaveginn, á hinni gangstéttinni. Hún býr í Vesturbænum eins og ég. Ætli hún sé að sinna einhverju eftirliti vegna samkomubanns? Er einhver ekki að hlýða Víði eða er hún bara á heilsugöngu heim til sín eftir vinnudaginn? Hún er farin. Það þýðir ekkert að pæla svona lengi í spurningunum. Sigríður Björk var niðursokkinn í símann á göngu sinni niður Laugaveginn. Í næg horn að líta þessa dagana.Vísir/Vilhelm Staður á indíánagrafreit? Prikið er opið! Það hlaut að koma að því. Opinn staður, en við erum enn með hugann við 2 fyrir 1 tilboð. Vinur minn veit ekki af því en ég er með hugann við Lebowski. 1250 krónur fyrir frábæran borgara og franskar er hörkudíll. Gos er barns síns tíma en sódavatnið stendur fyrir sínu. Subway virðist opið en enginn inni. Víkivaki er lokaður en skilti á hurðinni segir að hitt útibú sjoppunnar á Barónsstíg sé opið. Víkivaki beinir viðskiptavinum sínum á Barónsstíg.Vísir/KTD Víetnam er opið en ekki sála þar inni. Ansi stór staður og mér finnst skrýtið að hafa aldrei borðað þar því ég elska asískan mat. Ætli eitthvað geti rekið sig í þessu húsi? Var húsið reist á grafreit indíána? Fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn lifði ekki af, það var eins og Íslendingar hefðu tekið út allan kleinuhringjaáhuga fyrstu vikuna. Ekki vantaði áhugann á opnun Dunkin' Donuts árið 2015. Fólk svaf í röðinni til að tryggja sér gjafabréf, ársbirgðir af kleinuhringjum.Vísir/Atli Ítalía er opin og býður afhendingu á pítsum. Opna reyndar ekki fyrr en klukkan 16 þessa dagana. Það eru allir að laga sig að breyttum aðstæðum. Maður fagnar hverjum stað sem hefur opið þó ekki sé nema korter. Basl í Lundabúðum Gamla apótekið á horni Vegamótastígs og Laugavegs er galtómt. Rýmið er fallegt þegar maður horfir inn um gluggann og veltir fyrir sér möguleikunum. Skemmtistaður? Listagallerý? Vonandi ekki Lundabúð. Þær eru ekki heitar núna, loka hver á fætur annarri þótt ekki sé við lundann að sakast. Gamla apótekið býður upp á alls konar möguleika í rekstri. Enginn skortur er hins vegar á húsnæði í miðborginni fyrir rekstur, hvað þá þessa kórónuveirudagana. Bastard Brewery kann leikinn og stillir upp skilti á Laugaveginum.Vísir/KTD Viti menn. Lebowski er opinn. Stórt skilti minnir á tilboðið góða, þetta er orðin eins og falin auglýsing fyrir þetta tilboð, en svona er þetta. Ég er hálfskoskur, það er efnahagsástand og borgararnir eru góðir. Við ætlum samt að vinna aðeins fyrir borgaranum og röltum áfram upp Laugaveginn. Ég gæti haldið áfram að telja upp staði en í grunninn er allt lokað. Ég velti fyrir mér fjölda fólks í veitingageiranum sem er án vinnu þessa dagana. Fólk í fullu starfi eða hlutastörfum að drýgja tekjurnar eða vinna með námi. Flestir þessir staðir gætu eflaust útfært samkomubannið en það myndi líklega ekki borga sig. Það er engin tilviljun að flestir eru búnir að loka. Sportlakkrís í staðinn fyrir Kúlu-súkk Það er nóg af stæðum á Laugaveginum. Bara voðalega fáar búðir til að versla í. Höfum samt í huga að klukkan er farin að ganga 19. Verslanirnar eru margar hverjar með styttri opnunartíma og margir loka daglega klukkan 18. Enginn sötrar bjór á Bravó, enginn á happy hour á Public house. Skilti frá Brewdog vísar leiðina niður á samnefndan bar við Hverfisgötu. Væntanlega opið. Gott að vita af því. Bónus er opið til 18:30, líka í Kjörgarði. Við höfum tvær mínútur. Maður kemst reyndar ekki í rúllustigann sögufræga. Sá hluti hússins er lokaður. Ég sé fyrir mér sjónvarpskvöld (sem fór í að skrifa þennan pistil) og poka af Kúlu-súkk. Það er eitthvað af fólki í Bónus, ekkert tveggja metra vesen samt, og við byrjum auðvitað á því að spritta okkur. Mér líður eins og fimmtán ára unglingi að fara inn í Bónus til þess eins að kaupa mér nammi. Kolvetnaklúbburinn hefur vinninginn í dag. Kúlu-súkk er svo gott að útlendingar hafa birt myndir af því á Twitter. Have you ever tried salty liquorice covered in chocolate? You'd never forget the taste #kulusukk #icelandicandy pic.twitter.com/agd6Gj4U— Annamaria Fuzy (@afuzy) January 9, 2013 Það er uppselt! Vöruskortur! Nei, reyndar virðist allt vera til nema Kúlu-Súkk... Sportlakkrís kemur í staðinn. „Ertu hundrað ára?“ ímynda ég mér klassísk viðbrögð kærustunnar þegar hún sér pokann. Hún er heldur ekki fyrir Mozart kúlur eða Ritter Sport. Pokinn af sportlakkrísnum kláraðist áður en pistlinum lauk. Vísir/KTD Vínlager upp á milljónir Mig langar að vita hver staðan er á Hlemmi Mathöll. Strákarnir í Skál gáfu forsetafrúnni rauðvínsflösku með pöntuðum mat heim á dögunum. Sniðugir. Fjölmargir veitingamenn vilja opna á möguleikann að selja vín í heimsendingu með stuðningi dómsmálaráðherra. Vínlagerar upp á milljónir eru óhreyfðir á veitingastöðum sem vilja hugsa í lausnum og senda heim. Virðist borðleggjandi. Og þó. Kannski er einmitt betra að lágmarka aðgengi að víni. Alma Möller landlæknir minnir á það. Kannski væri best að endurnýta gamlar lausnir? Banna bjórinn. Það virkaði til ársins 1989 þegar allt fór á hliðina, eða þannig. „Hvað ef við bönnum bara áfengi á Íslandi á meðan kórónufaraldurinn stendur yfir?“ gæti Alma mögulega spurt Þórólf sóttvarnalækni að einhvern tímann. Hún gerði það ekki á blaðamannafundinum í gær þegar þessi mynd var tekin.Júlíus Sigurjónsson Hlemmur Mathöll er lokuð. Einhver hreyfing innandyra sem er væntanlega heimsendingarþjónustan. Devitos virðist vera opið. Góðar en frekar dýrar pítsur fyrir skyndibita. Litli asíski staðurinn sem ég veit ekki hvað heitir við hliðina á Rauða kross búðinni er opinn og þar er setið á fjórum borðum. Já! Mesta stuðið hingað til. Lítill sveigur og horfa undan Við snúum við. Strunsið tveggja svangra tæplega fertugra manna er tekið í hamborgaratilboðið. Við mætum einum og einum, alltaf tekinn smá sveigur en ekkert yfirdrifið. Aldrei tveir metrar á milli. Samfélagið virðist ekki alveg komið þangað. Sveigur og horfa í hina áttina. Þú andar ekki framan í neinn og hann ekki framan í þig. Það virðist samþykkt norm. Af hverju göngum við ekki bara á götunni? Það er ekki bíl að sjá. Laugavegurinn er allur orðinn að göngugötu, á undan áætlun. Þótt verslanir séu lokaðar er víða hægt að redda sér með kaupum á netinu.Vísir/KTD Við göngum inn á Lebowski. Er pláss fyrir tvo? Það er ekki augljóst við fyrstu sýn. Ég tel níu gesti og tvo starfsmenn. Eflaust fleiri fyrir innan. Barþjónninn ætlar að telja. Hann gerir eina tilraun, svo aðra og að lokum þriðju. Hann horfir á okkur og svo einn sem er kominn inn fyrir og stendur líklega einn og hálfan metra fyrir aftan okkur. „Það er pláss fyrir ykkur tvo,“ segir þjónninn vandræðalegur og horfir á nýja gestinn. Sá er kominn til að hitta tvo vini sem sitja í sófa í þriggja metra fjarlægð. Við flýjum inn, sprittum okkur og finnum sæti. Ég velti fyrir mér að fara á salernið til að þvo hendurnar með heitu vatni og sápu, í þrjátíu sekúndur. Tilhugsunin að fara á almenningsklósett niðri í bæ er ekki að heilla mig. Væri til í að sleppa því. Eftir sprittþurrkin sem ég fékk á hendurnar í byrjun mánaðar er ég farinn að þvo mér miklu meira en spritta. Tveir sprittbrúsar, sem ég keypti á kassanum í Krónunni fyrir fjórum vikum áhyggjufullur hvort það yrði til spritt daginn eftir, standa svo til fullir á borðinu heima. Nú spritta ég mig bara úti í búð - og núna aftur þegar hamborgarinn er kominn á borðið. Vinur minn, nýbúin að spritta sig, kann heldur ekki við annað en að rölta að brúsanum og spritta sig. Dumb and Dumber er á skjánum á meðan við gúffum í okkur. Við skellum upp úr yfir atriðinu með Seabass. Ég hugsa um það í hvert einasta skipti sem ég sé Seabass, karfa, á matseðli á veitingahúsum erlendis. Frí áfylling af spritti Á Laugavegi er skilti sem vísar á Bastard Brewery á Vegamótastíg, gamli Vegamót. Einn bjór? Við tókum bara kolsýruna með borgaranum svo við eigum enn inni fyrir mánudagsbjór. Augnabliksskönnun leiðir í ljós að tæplega tuttugu eru á staðnum. Það hjálpar okkur að þriggja manna fjölskylda er á leiðinni út þegar við mætum. Spritt og svo fáum við okkur sæti. Það er lokað fyrir innan og fólk dreifir úr sér. Tveggja metra reglan í góðu gildi. Miðaldra maður situr einn á næsta borði, skellir í sig Tacos og biður um áfyllingu á rauðvíni þrisvar sinnum á meðan við sötrum bjórinn. Við erum reyndar ekkert að flýta okkur. Drekkum samt bjórinn áður en hann verður flatur. Sprittum okkur aftur á leiðinni út. b6 í Bankastræti Við erum búnir að spjalla í tvo tíma. Eftir korter af Covid-19 umræðum höfum við náð að ræða eitthvað annað. Og þó. Við erum búnir að ræða stöðuna í miðbænum, sem er tilkomin vegna Covid-19. Við erum búnir að ræða sprittanir og hreinleika á veitingastöðum, út af Covid-19. Við erum búnir að ræða stöðuna hjá krökkunum í skólanum, flutninga fjölskyldu og vina á milli landa vegna Covid-19. En þess utan ræddum við eitthvað allt annað og gjörsamlega gleymdum Covid-19... Við getum samt ekki hætt að pæla í stöðu mála í miðbænum á leiðinni til baka. Miðbærinn var reyndar yfirleitt frekar glataður á virkum dögum áður en túristinn stimplaði sig inn fyrir alvöru fyrir tíu árum. Forsvarsmenn b5 nýta tímann og þurrka gólfið á meðan ekki er hægt að dansa á fjölunum.Vísir/KTD Sólon er tómur og líklega verið að nýta tímann í einhvers konar framkvæmdir. Sömu sögu er að segja um b5 þar sem búið er að rífa upp gólfið sem er þekkt fyrir að vera reglulega á floti. Við rekum augun í teiknað skilti úti í glugga á annarri hæð hinum megin götunnar. b6 stendur á skiltinu. Hvaða snillingur býr þarna? Við hlæjum, snilld. Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur. Lítið hefur farið fyrir gleðistaðnum b6 í umræðunni til þessa. Gullbúðin stendur við Bankastræti 6 en á annarri hæð virðist vera fjör sem fáir vita af.Vísir/KTD Tómur herkastali Við göngum yfir Ingólfstorg. Einmana strákur á hjólabretti og feðgar sem sparka fótbolta á milli sín. Boltinn er appelsínugulur sem hefði mögulega verið liturinn á boltanum hefði Ísland mætt Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudaginn og snjóföl verið á vellinum. Feðgar sparka á milli sín appelsínugulum fótbolta á Ingólfstorgi á mánudagskvöldi. Hjólabrettastrákur undirbýr næsta rennsli. Matthías Ásgeirsson Ég rek augun í Herkastalann við Kirkjustræti, fyrrverandi húsakynni Hjálpræðishersins um árabil, þar sem miðbærinn endar og vesturbærinn byrjar samkvæmt minni skilgreiningu. Þetta risastóra stórglæsilega hús. Eru liðin þrjú eða fjögur ár síðan að fasteignafélagið Kastali keypti húsið á 630 milljónir króna? Skiptir ekki máli. Gistipláss fyrir fátæka vék fyrir gistiplássi fyrir þá sem hafa í sig og á og vel það. Reyndar hefur ekki orðið vart við neina hreyfingu í Herkastalanum síðan Hjálpræðisherinn kvaddi. Það er samt vissara fyrir forsvarsmenn Kastala að hafa hraðar hendur til að geta tekið á móti öllum ferðamönnunum sem eru væntanlegir (plís komiði aftur!) þegar kórónuveiran hefur lagst í dvala.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kolbeinn Tumi Daðason Reykjavík Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira