Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Alexandra Helga Ívarsdóttir og hundurinn þeirra hafa það náðugt. INSTAGRAM/@ALEXANDRAHELGA Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30
Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46
Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15