Kapítalisti í sauðagæru? Felix Rafn Felixson skrifar 30. mars 2020 13:30 Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun