Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 12:07 Fimm frumvörp koma til annararr og þriðju umræðu á Alþingi í dag og þingsályktun til annarar umræðu og lokaafgreiðslu. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira