Fordæma vopnabrölt nágranna sinna í ljósi heimsfaraldurs Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 08:56 Hér má sjá nýja vopnakerfið sem notað var til að skjóta tveimur eldflaugum á loft á aðfaranótt sunnudagsins síðastliðna. AP/KCNA Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira