Ár liðið frá falli WOW Air Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2020 19:25 Ár er í dag liðið frá því að WOW Air varð gjaldþrota. Vísir/Vilhelm Í dag er ár liðið frá falli WOW Air og hafði fall félagsins mikil áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. Skúli Mogenssen segir í samtali við fréttastofu að hann sitji ekki aðgerðarlaus og ýmis verkefni séu framundan. Hann vildi þó ekki segja hvaða verkefni það væru. Hann sagðist hugsa hlýtt til fyrrum kollega sinna og óski þeim öllum alls hins besta á þessum erfiðu tímum vegna kórónuveirunnar. Blikur voru á lofti á þónokkurn tíma áður en félagið féll og varð til að mynda rúmlega 4 milljarða króna tap á rekstri flugfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili árið áður. Í tilkynningu sem WOW Air gaf út 30. nóvember 2018 kom fram að staða félagsins hafi versnað frá því það hélt skuldabréfaútboð í september 2018. Hópuppsagnir hjá WOW Hálfum mánuði síðar, þann 13. desember 2018, var hundrað og ellefu fastráðnum starfsmönnum félagsins sagt upp. Uppsagnirnar voru þvert á deildir og svið félagsins. Á sama tíma lá fyrir að miklar breytingar yrðu gerðar á leiðakerfi félagsins og var til dæmis nýtilkynntu flugi til Nýju-Delí blásið af. Einnig var hætt við flug til ýmissa áfangastaða vestanhafs, þar á meðal Los Angeles og Chicago. Skúli Mogenssen segir að hann sitji ekki aðgerðarlaus og ýmis verkefni séu framundan.Vísir/Vilhelm Fjöldi hlutastarfsmanna og verktaka var einnig tekinn af launaskrá á sama tíma og var heildarfjöldi uppsagna 237. Í bréfi til starfsmanna sagðist Skúli vera gríðarlega miður sín að þurfa að grípa til jafn róttækra aðgerða. Í byrjun janúar 2019 kom það fram að nokkur mál starfsmanna WOW hafi komið inn á borð verkalýðsfélagsins VR vegna uppsagnanna. Málin áttu það öll sameiginlegt að starfsmenn voru í fæðingarorlofi þegar þeim var sagt upp. Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, afturkallaði uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember 2018 þann 25. janúar 2019. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, að öryggi reksturs WOW hafi verið tryggt og þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember árið áður. Aðkoma Indigo Partners og Icelandair Þann 14. desember 2018 kom fram í tilkynningu sem birt var á heimasíðu WOW Air að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW Air hafi komist að samkomulagi um að fyrrnefnda félagið myndi fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfestingin átti að geta numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvaraði nærri 9,3 milljörðum íslenskra króna. Um miðjan janúar var það svo tilkynnt að gengi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir myndi fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo átti að vera í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé. Indigo og WOW Air gengu ekki eftir sem skyldi en félögin höfðu gefið sér frest til 28. febrúar til að ná samkomulagi um skilyrði fjárfestingar Indigo í flugfélaginu. Það gekk ekki eftir og var fresturinn framlengdur til 29. mars. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrti á sínum tíma að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum félaganna tveggja væri stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Wow air gjaldþrotaFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þann 21. mars tilkynnti WOW að viðræðum þess við bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners hafi verið slitið. Á sama tíma samþykkti stjórn Icelandair Group að hefja viðræður við WOW Air um aðkomu að rekstri WOW. Þá fylgdust stjórnvöld grannt með gangi mála og sagði fjármálaráðherra stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega og gæti það smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld myndu gera sitt í að reyna að auðvelda samruna WOW Air og Icelandair. Viðræðum Icelandair og WOW Air lauk 24. mars 2019 og sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að viðræðurnar hafi strandað á rekstri og fjárhagsstöðu WOW Air. Forsvarsmenn Icelandair treystu sér ekki til að halda áfram með málið vegna þess. Sala á flugvélum og flugtímum félagsins Um miðjan desember 2018 seldi WOW flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. Þá voru fjórar þotur félagsins seldar til Air Canada og átti sjóðstaða WOW að batna um 1,4 milljarða íslenskra króna með sölunni. Kröfur flugvalla um endurgreiðslur Þann 21. janúar 2019 gaf staðarblaðið Pittsburgh Post-Gazette það út að flugvallastjórn Allegheny-sýslu í Bandaríkjunum vildi að WOW endurgreiddi niðurgreiðslur sem flugfélagið fékk fyrir samning um að fljúga til Pittsburgh í Bandaríkjunum til tveggja ára. Þá hugðist flugvallastjórnin einnig rukka félagið um lendingargjöld á flugvellinum, gjöld sem hefðu fallið niður hefði WOW staðið við sinn hluta samningsins. Í skiptum fyrir beint flug til tveggja ára frá Íslandi til Pittsburgh hét flugvallarstjórinn því að veita flugfélaginu 800 þúsund dala niðurgreiðslu, tæplega 100 milljónir króna, sem skip yrði niður á samningstímann. Þá virtist einnig hafa verið samið um að lendingargjöld WOW Air fyrir hið tveggja ára tímabil myndu falla niður, stæði WOW Air við það að fljúga til Pittsburgh út samningstímabilið. Samningurinn átti að renna út í júní 2019. Wow air skrifstofurFoto: Egill/Egill Aðalsteinsson Um miðjan febrúar 2019 báðu stjórnendur WOW um frest fram í miðjan mars 2019 til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Flugfélagið óskaði eftir vilyrði fyrir því að notendagjöld félagsins yrðu greidd í mars en ekki lok febrúar eins og gert var ráð fyrir. WOW falast eftir ríkisábyrgð Um miðjan mars 2019 viðruðu forsvarsmenn WOW hugmyndina um að stjórnvöld veittu félaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði það af og frá og að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW Air til hjálpar vegna rekstrarvanda. Skuldabréf kröfuhafa Aðeins tveimur dögum fyrir fall WOW, þann 26. mars 2019, samþykktu kröfuhafar félagsins að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og hófust á sama tíma viðræður við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri félagsins. Kröfuhafar félagsins funduðu að kvöldi 25. mars og var áætlað að skuldum félagsins yrðir breytt í 49 prósent hlutafé í félaginu. Þegar hingað var komið var það orðið ljóst að félagið skuldaði 200 milljónir dollara og voru kröfuhafar meðal annars skuldabréfaeigendur, Arion banki, Isavia ohf., leigusalar, lífeyrissjóðir og aðrir viðskiptavinir. Á þeim tíma samsvöruðu 200 milljónir dollara um 24 milljörðum króna. Fall félagsins Að morgni 28. mars 2019 var allt flug WOW til og frá landinu stöðvað. Farþegar WOW sem áttu bókað flug með félaginu voru því strandaðir og var ekki ljóst hvenær næstu flug WOW færu í loftið, ef þau myndu gera það yfir höfuð. Tveimur klukkutímum eftir að þetta var tilkynnt lá fyrir að WOW heyrði sögunni til. Icelandair flaug um 7.500 strandaglópum WOW til síns heima í kjölfar gjaldþrots WOW. Áhafnarmeðlimir sem strandaðir voru víða voru um hundrað talsins og var þeim flogið heim þeim að kostnaðarlausu. Fjöldi ferðalanga strandaði hér á landi þegar öllum flugum WOW Air var aflýst vegna gjaldþrots.Vísir/Vilhelm Í kjölfar falls WOW misstu ellefu hundruð einstaklingar vinnuna. Viðbragðsteymi Vinnumálastofnunar var myndað samdægurs og hófst handa þegar í stað. Þá var viðbragðsáætlun stjórnvalda virkjuð vegna gjaldþrots WOW. Laust eftir hádegi 28. mars 2019 var WOW Air tekið til gjaldþrotaskipta. Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson, lögmenn, voru skipaðir skiptastjórar. Daginn eftir að fall félagsins var tilkynnt voru tvær flugvélar WOW Air kyrrsettar á Keflavíkurflugvelli af Isavia vegna skulda félagsins við Isavia. Þá þurfti félagið Airport Assicates að segja upp 315 starfsmönnum í kjölfar falls WOW Uppsagnahrina gekk yfir landið sólarhringana eftir fall félagsins en á annað þúsund manns var sagt upp störfum í kjölfar falls WOW. Ekki aðeins var fólki sagt upp hjá WOW sjálfu, þó að það hafi verið fjölmennasta fjöldauppsögnin. Í kjölfarið var ákveðið að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna gjaldþrotsins til að þjónusta þá sem misstu vinnuna. Áhrifa WOW gætti víða Airport Associates sögðu upp 315 starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Tilkynnt var um uppsagnirnar þann 29. mars 2019 en áður hafði legið fyrir að grípa þyrfti til uppsagna vegna gjaldþrots WOW Air. Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir sagði upp 59 starfsmönnum en rúmlega fjögur hundruð manns störfuðu fyrir fyrirtækið á þeim tíma. Grey Line fylgdi í kjölfarið og tilkynnti uppsögn þriggja starfsmanna. Fjölda starfsmanna var sagt upp í Leifsstöð vegna falls WOW Air.Vísir/Vilhelm Sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum og sagði Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við fréttastofu á sínum tíma að uppsagnirnar mætti rekja beint til gjaldþrots WOW. Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir sögðu upp hluta starfsfólks síns eftir fall WOW en flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni. Þann 11. apríl 2019 hætti ferðaskrifstofan rekstri og skilaði inn ferðaskrifstofuleyfi sínu. Fjörutíu starfsmönnum var sagt upp hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Origo sagði upp tíu til fimmtán manns vegna skipulagsbreytinga. Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá Símanum en rekja mátti þær til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins – ekki til gjaldþrots WOW. Átta starfsmönnum var sagt upp hjá Lyfju og Auglýsingastofan Pipar/TBWA sagði upp fimm starfsmönnum. Líftæknifyrirtækið WuXI NextCode sagði upp 27 starfsmönnum þann 27. mars. Ellefu starfsmönnum var sagt upp hjá Securitas en allir unnu þeir störf tengd flugöryggisþjónustu. Eftirmálar falls WOW Nokkrir aðilar sýndu flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra í byrjun apríl 2019. Á þeim tímapunkti leituðu Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW að fjármögnun til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Þá var stefnan sú að safna 40 milljónum Bandaríkjadala, næstum 4,8 milljörðum króna. Um miðjan apríl síðastliðinn stóðu nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ fyrir vefsvæðinu hluthafi.com þar sem óskað var eftir því að landsmenn tækju sig til að endurreisa WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Stuttu síðar steig Friðrik Atli Guðmundsson fram og viðurkenndi að hann stæði fyrir vefsvæðinu. Isavia kyrrsetti Airbus flugvél sem WOW hafði á leigu eftir gjaldþrot félagsins. Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation kærði Isavia vegna málsins en Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuld WOW við Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, sagði eiganda vélarinnar tapa tugum milljóna dag hvern sem hún væri ekki í notkun. TF-GPA kyrrsett vegna skuldar WOW við IsaviaVísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að hamla för vélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru enn ógreidd en ekki vegna annarra ógreiddra gjalda WOW Air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um námu 87 milljónum króna. Isavia kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að hamla för vélarinnar. Þúsundir höfðu gert kröfu í þrotabú WOW Air þegar enn voru þrír mánuðir eftir þar til kröfulýsingarfrestur rann út. Þegar kröfulýsingaskrá var lokað námu kröfur í þrotabúið 128 milljörðum króna og voru 5.964 einstaklingar og lögaðilar sem lýstu kröfu í búið. Stærsti kröfuhafinn var CIT Aerospace International sem gerði 52,8 milljarðar króna kröfu í búið. Endurreisn WOW og Play Air Hópur fjárfesta kom saman í júlí síðastliðnum ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum hjá WOW og hófu vinnu við stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags á grunni WOW Air. Hópurinn leitaði til að minnsta kosti tveggja hérlendra banka og óskaði eftir láni upp á 31 milljón evra, jafnvirði tæplegra fjögurra milljarða króna. Stuttu síðar var WAB er stofnað en það keypti ekkert úr þrotabúi WOW air. Michelle Ballarin á sér skrautlega sögu en hún stendur á bak við endurreisn WOW Air.VÍSIR/BALDUR Þann 5. nóvember síðastliðinn var flugfélagið Play Air kynnt til leiks en það var stofnað á grunni WAB. á blaðamannafundi félagsins í Perlunni var tilkynnt að Arnar Már Magnússon yrði forstjóri hins nýja félags. Ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflug Play muni eiga sér stað en forsvarsmenn félagsins segja það gerast á næstu mánuðum. Þá keypti bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group allar rekstrartengdar eignir úr þrotabúi WOW Air. Eigandi fyrirtækisins, Michelle Ballarin, er bandarísk athafnakona og á sér skrautlega forsögu. Hún er meðal annars stjórnarmaður í fyrirtækinu Select Armor, sem framleiðir skotheld vesti, og stjórnarmaður í félaginu Oasis Aviation Group sem flýgur milli Bandaríkjanna og afríska smáríkisins Djibútí. Í byrjun janúar lá það fyrir að WOW Air hið endurreista hæfi flug á nýjan leik á næstu vikum. Þetta kom fram í stöðuuppfærslu Ballarin á LinkedIn. Þá er ekki langt um liðið frá því Facebook-síða WOW Air var endurvakin þegar WOW birti stöðuuppfærslu sem hófst svona: „Allir elskuðu WOW Air… komið inn í WOW World 2020.“ Fréttir af flugi WOW Air Tímamót Fréttaskýringar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í dag er ár liðið frá falli WOW Air og hafði fall félagsins mikil áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. Skúli Mogenssen segir í samtali við fréttastofu að hann sitji ekki aðgerðarlaus og ýmis verkefni séu framundan. Hann vildi þó ekki segja hvaða verkefni það væru. Hann sagðist hugsa hlýtt til fyrrum kollega sinna og óski þeim öllum alls hins besta á þessum erfiðu tímum vegna kórónuveirunnar. Blikur voru á lofti á þónokkurn tíma áður en félagið féll og varð til að mynda rúmlega 4 milljarða króna tap á rekstri flugfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili árið áður. Í tilkynningu sem WOW Air gaf út 30. nóvember 2018 kom fram að staða félagsins hafi versnað frá því það hélt skuldabréfaútboð í september 2018. Hópuppsagnir hjá WOW Hálfum mánuði síðar, þann 13. desember 2018, var hundrað og ellefu fastráðnum starfsmönnum félagsins sagt upp. Uppsagnirnar voru þvert á deildir og svið félagsins. Á sama tíma lá fyrir að miklar breytingar yrðu gerðar á leiðakerfi félagsins og var til dæmis nýtilkynntu flugi til Nýju-Delí blásið af. Einnig var hætt við flug til ýmissa áfangastaða vestanhafs, þar á meðal Los Angeles og Chicago. Skúli Mogenssen segir að hann sitji ekki aðgerðarlaus og ýmis verkefni séu framundan.Vísir/Vilhelm Fjöldi hlutastarfsmanna og verktaka var einnig tekinn af launaskrá á sama tíma og var heildarfjöldi uppsagna 237. Í bréfi til starfsmanna sagðist Skúli vera gríðarlega miður sín að þurfa að grípa til jafn róttækra aðgerða. Í byrjun janúar 2019 kom það fram að nokkur mál starfsmanna WOW hafi komið inn á borð verkalýðsfélagsins VR vegna uppsagnanna. Málin áttu það öll sameiginlegt að starfsmenn voru í fæðingarorlofi þegar þeim var sagt upp. Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, afturkallaði uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember 2018 þann 25. janúar 2019. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, að öryggi reksturs WOW hafi verið tryggt og þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember árið áður. Aðkoma Indigo Partners og Icelandair Þann 14. desember 2018 kom fram í tilkynningu sem birt var á heimasíðu WOW Air að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW Air hafi komist að samkomulagi um að fyrrnefnda félagið myndi fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfestingin átti að geta numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvaraði nærri 9,3 milljörðum íslenskra króna. Um miðjan janúar var það svo tilkynnt að gengi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir myndi fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo átti að vera í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé. Indigo og WOW Air gengu ekki eftir sem skyldi en félögin höfðu gefið sér frest til 28. febrúar til að ná samkomulagi um skilyrði fjárfestingar Indigo í flugfélaginu. Það gekk ekki eftir og var fresturinn framlengdur til 29. mars. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrti á sínum tíma að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum félaganna tveggja væri stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Wow air gjaldþrotaFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þann 21. mars tilkynnti WOW að viðræðum þess við bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners hafi verið slitið. Á sama tíma samþykkti stjórn Icelandair Group að hefja viðræður við WOW Air um aðkomu að rekstri WOW. Þá fylgdust stjórnvöld grannt með gangi mála og sagði fjármálaráðherra stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega og gæti það smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld myndu gera sitt í að reyna að auðvelda samruna WOW Air og Icelandair. Viðræðum Icelandair og WOW Air lauk 24. mars 2019 og sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að viðræðurnar hafi strandað á rekstri og fjárhagsstöðu WOW Air. Forsvarsmenn Icelandair treystu sér ekki til að halda áfram með málið vegna þess. Sala á flugvélum og flugtímum félagsins Um miðjan desember 2018 seldi WOW flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. Þá voru fjórar þotur félagsins seldar til Air Canada og átti sjóðstaða WOW að batna um 1,4 milljarða íslenskra króna með sölunni. Kröfur flugvalla um endurgreiðslur Þann 21. janúar 2019 gaf staðarblaðið Pittsburgh Post-Gazette það út að flugvallastjórn Allegheny-sýslu í Bandaríkjunum vildi að WOW endurgreiddi niðurgreiðslur sem flugfélagið fékk fyrir samning um að fljúga til Pittsburgh í Bandaríkjunum til tveggja ára. Þá hugðist flugvallastjórnin einnig rukka félagið um lendingargjöld á flugvellinum, gjöld sem hefðu fallið niður hefði WOW staðið við sinn hluta samningsins. Í skiptum fyrir beint flug til tveggja ára frá Íslandi til Pittsburgh hét flugvallarstjórinn því að veita flugfélaginu 800 þúsund dala niðurgreiðslu, tæplega 100 milljónir króna, sem skip yrði niður á samningstímann. Þá virtist einnig hafa verið samið um að lendingargjöld WOW Air fyrir hið tveggja ára tímabil myndu falla niður, stæði WOW Air við það að fljúga til Pittsburgh út samningstímabilið. Samningurinn átti að renna út í júní 2019. Wow air skrifstofurFoto: Egill/Egill Aðalsteinsson Um miðjan febrúar 2019 báðu stjórnendur WOW um frest fram í miðjan mars 2019 til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Flugfélagið óskaði eftir vilyrði fyrir því að notendagjöld félagsins yrðu greidd í mars en ekki lok febrúar eins og gert var ráð fyrir. WOW falast eftir ríkisábyrgð Um miðjan mars 2019 viðruðu forsvarsmenn WOW hugmyndina um að stjórnvöld veittu félaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði það af og frá og að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW Air til hjálpar vegna rekstrarvanda. Skuldabréf kröfuhafa Aðeins tveimur dögum fyrir fall WOW, þann 26. mars 2019, samþykktu kröfuhafar félagsins að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og hófust á sama tíma viðræður við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri félagsins. Kröfuhafar félagsins funduðu að kvöldi 25. mars og var áætlað að skuldum félagsins yrðir breytt í 49 prósent hlutafé í félaginu. Þegar hingað var komið var það orðið ljóst að félagið skuldaði 200 milljónir dollara og voru kröfuhafar meðal annars skuldabréfaeigendur, Arion banki, Isavia ohf., leigusalar, lífeyrissjóðir og aðrir viðskiptavinir. Á þeim tíma samsvöruðu 200 milljónir dollara um 24 milljörðum króna. Fall félagsins Að morgni 28. mars 2019 var allt flug WOW til og frá landinu stöðvað. Farþegar WOW sem áttu bókað flug með félaginu voru því strandaðir og var ekki ljóst hvenær næstu flug WOW færu í loftið, ef þau myndu gera það yfir höfuð. Tveimur klukkutímum eftir að þetta var tilkynnt lá fyrir að WOW heyrði sögunni til. Icelandair flaug um 7.500 strandaglópum WOW til síns heima í kjölfar gjaldþrots WOW. Áhafnarmeðlimir sem strandaðir voru víða voru um hundrað talsins og var þeim flogið heim þeim að kostnaðarlausu. Fjöldi ferðalanga strandaði hér á landi þegar öllum flugum WOW Air var aflýst vegna gjaldþrots.Vísir/Vilhelm Í kjölfar falls WOW misstu ellefu hundruð einstaklingar vinnuna. Viðbragðsteymi Vinnumálastofnunar var myndað samdægurs og hófst handa þegar í stað. Þá var viðbragðsáætlun stjórnvalda virkjuð vegna gjaldþrots WOW. Laust eftir hádegi 28. mars 2019 var WOW Air tekið til gjaldþrotaskipta. Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson, lögmenn, voru skipaðir skiptastjórar. Daginn eftir að fall félagsins var tilkynnt voru tvær flugvélar WOW Air kyrrsettar á Keflavíkurflugvelli af Isavia vegna skulda félagsins við Isavia. Þá þurfti félagið Airport Assicates að segja upp 315 starfsmönnum í kjölfar falls WOW Uppsagnahrina gekk yfir landið sólarhringana eftir fall félagsins en á annað þúsund manns var sagt upp störfum í kjölfar falls WOW. Ekki aðeins var fólki sagt upp hjá WOW sjálfu, þó að það hafi verið fjölmennasta fjöldauppsögnin. Í kjölfarið var ákveðið að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna gjaldþrotsins til að þjónusta þá sem misstu vinnuna. Áhrifa WOW gætti víða Airport Associates sögðu upp 315 starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Tilkynnt var um uppsagnirnar þann 29. mars 2019 en áður hafði legið fyrir að grípa þyrfti til uppsagna vegna gjaldþrots WOW Air. Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir sagði upp 59 starfsmönnum en rúmlega fjögur hundruð manns störfuðu fyrir fyrirtækið á þeim tíma. Grey Line fylgdi í kjölfarið og tilkynnti uppsögn þriggja starfsmanna. Fjölda starfsmanna var sagt upp í Leifsstöð vegna falls WOW Air.Vísir/Vilhelm Sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum og sagði Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við fréttastofu á sínum tíma að uppsagnirnar mætti rekja beint til gjaldþrots WOW. Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir sögðu upp hluta starfsfólks síns eftir fall WOW en flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni. Þann 11. apríl 2019 hætti ferðaskrifstofan rekstri og skilaði inn ferðaskrifstofuleyfi sínu. Fjörutíu starfsmönnum var sagt upp hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Origo sagði upp tíu til fimmtán manns vegna skipulagsbreytinga. Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá Símanum en rekja mátti þær til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins – ekki til gjaldþrots WOW. Átta starfsmönnum var sagt upp hjá Lyfju og Auglýsingastofan Pipar/TBWA sagði upp fimm starfsmönnum. Líftæknifyrirtækið WuXI NextCode sagði upp 27 starfsmönnum þann 27. mars. Ellefu starfsmönnum var sagt upp hjá Securitas en allir unnu þeir störf tengd flugöryggisþjónustu. Eftirmálar falls WOW Nokkrir aðilar sýndu flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra í byrjun apríl 2019. Á þeim tímapunkti leituðu Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW að fjármögnun til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Þá var stefnan sú að safna 40 milljónum Bandaríkjadala, næstum 4,8 milljörðum króna. Um miðjan apríl síðastliðinn stóðu nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ fyrir vefsvæðinu hluthafi.com þar sem óskað var eftir því að landsmenn tækju sig til að endurreisa WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Stuttu síðar steig Friðrik Atli Guðmundsson fram og viðurkenndi að hann stæði fyrir vefsvæðinu. Isavia kyrrsetti Airbus flugvél sem WOW hafði á leigu eftir gjaldþrot félagsins. Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation kærði Isavia vegna málsins en Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuld WOW við Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, sagði eiganda vélarinnar tapa tugum milljóna dag hvern sem hún væri ekki í notkun. TF-GPA kyrrsett vegna skuldar WOW við IsaviaVísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að hamla för vélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru enn ógreidd en ekki vegna annarra ógreiddra gjalda WOW Air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um námu 87 milljónum króna. Isavia kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að hamla för vélarinnar. Þúsundir höfðu gert kröfu í þrotabú WOW Air þegar enn voru þrír mánuðir eftir þar til kröfulýsingarfrestur rann út. Þegar kröfulýsingaskrá var lokað námu kröfur í þrotabúið 128 milljörðum króna og voru 5.964 einstaklingar og lögaðilar sem lýstu kröfu í búið. Stærsti kröfuhafinn var CIT Aerospace International sem gerði 52,8 milljarðar króna kröfu í búið. Endurreisn WOW og Play Air Hópur fjárfesta kom saman í júlí síðastliðnum ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum hjá WOW og hófu vinnu við stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags á grunni WOW Air. Hópurinn leitaði til að minnsta kosti tveggja hérlendra banka og óskaði eftir láni upp á 31 milljón evra, jafnvirði tæplegra fjögurra milljarða króna. Stuttu síðar var WAB er stofnað en það keypti ekkert úr þrotabúi WOW air. Michelle Ballarin á sér skrautlega sögu en hún stendur á bak við endurreisn WOW Air.VÍSIR/BALDUR Þann 5. nóvember síðastliðinn var flugfélagið Play Air kynnt til leiks en það var stofnað á grunni WAB. á blaðamannafundi félagsins í Perlunni var tilkynnt að Arnar Már Magnússon yrði forstjóri hins nýja félags. Ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflug Play muni eiga sér stað en forsvarsmenn félagsins segja það gerast á næstu mánuðum. Þá keypti bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group allar rekstrartengdar eignir úr þrotabúi WOW Air. Eigandi fyrirtækisins, Michelle Ballarin, er bandarísk athafnakona og á sér skrautlega forsögu. Hún er meðal annars stjórnarmaður í fyrirtækinu Select Armor, sem framleiðir skotheld vesti, og stjórnarmaður í félaginu Oasis Aviation Group sem flýgur milli Bandaríkjanna og afríska smáríkisins Djibútí. Í byrjun janúar lá það fyrir að WOW Air hið endurreista hæfi flug á nýjan leik á næstu vikum. Þetta kom fram í stöðuuppfærslu Ballarin á LinkedIn. Þá er ekki langt um liðið frá því Facebook-síða WOW Air var endurvakin þegar WOW birti stöðuuppfærslu sem hófst svona: „Allir elskuðu WOW Air… komið inn í WOW World 2020.“
Fréttir af flugi WOW Air Tímamót Fréttaskýringar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira