„Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 19:30 Wayne Rooney finnst hann hefði átt að skora fleiri mörk á ferlinum. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira