Slæmar fréttir fyrir Liverpool og níu fingurna á titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:39 Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool þurfa væntanlega að byrja upp á nýtt næsta haust. Getty/Charlotte Wilson Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira