Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 16:10 Þórólfur segir fórnarkostnað hjarðónæmis of mikinn. Ljósmynd/Lögreglan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08
Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28