Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 16:10 Þórólfur segir fórnarkostnað hjarðónæmis of mikinn. Ljósmynd/Lögreglan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08
Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28