Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 16:10 Þórólfur segir fórnarkostnað hjarðónæmis of mikinn. Ljósmynd/Lögreglan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
„Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08
Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28