Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 23:29 Lögregluþjónn stendur vörð við aðra moskuna sem ráðist var á. AP/Vincent Yu Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira