Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Tveir eru á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna, þar sem foreldrar voru hvattir til að senda börn sín áfram í leik- og grunnskóla. Fjallað verður nánar um stöðuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars sagðar nýjustu fréttir af fjölda sýnatökupinna fyrir kórónuveiruna hér á landi.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um fyrirhugað smitrakningaapp sem Íslendingar verða fljótlega beðnir að sækja í síma sína og um áskoranir sem aðstandendur standa frammi fyrir þegar skipuleggja þarf útfarir í samkomubanni.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30, í opinni dagskrá eins og alltaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×