Neuer argur vegna leka hjá Bayern Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 13:00 Manuel Neuer á æfingu hjá Bayern 6. apríl. Þjóðverjar gera sér vonir um að geta hafið keppni í þýsku 1. deildinni að nýju í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. VÍSIR/EPA Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild. Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30
Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00
Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti