Innlent

Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Berglind Rós Torfadóttir verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir að mikilvægt að auka aðstoð við félagslega einangruð ungmenni
Berglind Rós Torfadóttir verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir að mikilvægt að auka aðstoð við félagslega einangruð ungmenni

Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna.

Hitt húsið hefur í fjölmörg ár verið með verkefni sem nefnist Vinfús sem er ætlað fyrir félagslega einangruð ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið gengur út á að skapa heilbrigða grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir og hefst á haustin.

Berglind Rún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir að eftir að samkomubann var sett á hafi staða þeirra sem séu einangraðir fyrir versnað.

„Ég held að það sé þó nokkuð stór hópur sem var félagslega einangraður fyrir og hefur einangrast meira eftir samkomubannið.  Við finnum að það er meiri vilji til að mæta honum en áður þar sem samfélagið er móttækilegra fyrir því að þessi vandi sé til staðar,“ segir Berglind.

Hún segir að foreldrar hafi haft samband í meira mæli en áður.

„Við höfum fundið fyrir því að fleiri foreldrar eru að setja sig í sambandi en áður og vilja koma unglingunum sínum að í hópastarf. Ég tel að eftirspurn eftir eftir Vinfús sé að aukast í kjölfar samkomubanns,“ segir Berglind.

Getur orðið vítahringur

Berglind segir að félagsleg einangrunn geti orðið að vítahring.

„Þetta er mjög alvarlegt og getur ýtt undir kvíða depurð og þunglyndi. Stundum verður þetta vítahringur og fólk festist í einangrun. Þá er svo mikilvægt að geta leitað í úrræði eins og Vinfús er. 

Hún segir blasa við að það þurfi að auka við félagstarfið hjá Hinu húsinu vegna þessarar stöðu.  að auka við félagstarfið vegna þessarar stöðu.

Nú er verið að kanna  hvort að það sé möguleiki á að auka við félagsstarfið í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. Þá má búast við að það þurfi líka að auka við þetta starf næsta haust,“ segir Berglind að lokum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×