Segist enn elska Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 18:00 Raheem Sterling fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti Newcastle United á Anfield í apríl 2015. Getty/Andrew Powell Raheem Sterling var spurður hvort að hann gæti séð sig spila aftur fyrir Liverpool og svarið kom kannski mörgum á óvart. Raheem Sterling hefur fengið óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool síðan að hann fór frá félaginu fyrir fimm árum en hann hefur engu að síður enn sterkar tilfinningar til Liverpool. Þetta kom vel fram í nýju viðtali þegar blaðamaðurinn forvitnaðist um tilfinningar Raheem Sterling til síns gamla félags sem honum lá svo á að yfirgefa þegar hann var ekki orðinn 21 árs gamall. Raheem Sterling was asked if he'd consider rejoining Liverpool one day pic.twitter.com/CCIW0z6mjY— B/R Football (@brfootball) March 24, 2020 „Væri ég tilbúinn að fara til baka til Liverpool. Ef ég segi alveg eins og er þá elska ég Liverpool,“ sagði Raheem Sterling eins og sjá má hér fyrir ofan. Raheem Sterling sló fyrst í gegn hjá Liverpool þar sem hann spilaði frá 2012 til 2015 eða frá því að hann var sautján ára til þess að hann var tvítugur Raheem Sterling hafnaði því að framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf Liverpool árið 2015. Brottför hans fór mjög illa í marga stuðningsmenn Liverpool sem fannst honum ekki sína félaginu þá virðingu sem það átti skilið. Liverpool seldi hann til Manchester City fyrir 44 milljónir punda til að byrja með. Sú upphæð hækkaði síðan um fimm milljónir punda. Ákvörðun Raheem Sterling hefur skilað honum mikilli velgengni og samstarf hans og Pep Guardiola gekk eins og í sögu. Raheem Sterling hefur nefnilega vaxið og dafnað hjá Manchester City þar sem hann hefur skorað 89 mörk í 230 leikjum eftir að hafa skorað 23 mörk í 129 leikjum með Liverpool. Sterling hefur á þessum tíma komist í hóp bestu leikmanna heims og hefur unnið sex titla með Manchester City þar af Englandsmeistaratitilinn 2018 og 2019. Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Raheem Sterling var spurður hvort að hann gæti séð sig spila aftur fyrir Liverpool og svarið kom kannski mörgum á óvart. Raheem Sterling hefur fengið óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool síðan að hann fór frá félaginu fyrir fimm árum en hann hefur engu að síður enn sterkar tilfinningar til Liverpool. Þetta kom vel fram í nýju viðtali þegar blaðamaðurinn forvitnaðist um tilfinningar Raheem Sterling til síns gamla félags sem honum lá svo á að yfirgefa þegar hann var ekki orðinn 21 árs gamall. Raheem Sterling was asked if he'd consider rejoining Liverpool one day pic.twitter.com/CCIW0z6mjY— B/R Football (@brfootball) March 24, 2020 „Væri ég tilbúinn að fara til baka til Liverpool. Ef ég segi alveg eins og er þá elska ég Liverpool,“ sagði Raheem Sterling eins og sjá má hér fyrir ofan. Raheem Sterling sló fyrst í gegn hjá Liverpool þar sem hann spilaði frá 2012 til 2015 eða frá því að hann var sautján ára til þess að hann var tvítugur Raheem Sterling hafnaði því að framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf Liverpool árið 2015. Brottför hans fór mjög illa í marga stuðningsmenn Liverpool sem fannst honum ekki sína félaginu þá virðingu sem það átti skilið. Liverpool seldi hann til Manchester City fyrir 44 milljónir punda til að byrja með. Sú upphæð hækkaði síðan um fimm milljónir punda. Ákvörðun Raheem Sterling hefur skilað honum mikilli velgengni og samstarf hans og Pep Guardiola gekk eins og í sögu. Raheem Sterling hefur nefnilega vaxið og dafnað hjá Manchester City þar sem hann hefur skorað 89 mörk í 230 leikjum eftir að hafa skorað 23 mörk í 129 leikjum með Liverpool. Sterling hefur á þessum tíma komist í hóp bestu leikmanna heims og hefur unnið sex titla með Manchester City þar af Englandsmeistaratitilinn 2018 og 2019.
Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira