Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 15:48 Mette Frederiksen, forsætisráðherra, biðlaði til landa sinna um að virða samkomubann yfir páskahátíðina og ýjaði að því að grípa þyrfti til ferðatakmarkana innanlands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31