Ha . . . er það?! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar