Frystikistur og vefmyndavélar rjúka út á tímum kórónuveiru Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 09:00 Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Elko, hefur fundið fyrir því að margir séu búnir að yfirgefa skrifstofurnar. Getty/Thomas Barwick - Aðsend Gríðarmikil aukning hefur verið í sölu á vefmyndavélum og öðrum fjarfundarbúnaði síðustu vikur og er svo komið að slíkar myndavélar eru hér um bil uppseldar. Söluaukningin helst í hendur við mikla fjölgun fólks í sóttkví og aukna áherslu á fjarvinnu. Á sama tíma hefur sala á frystitækjum sums staðar margfaldast. Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. Fastlega má reikna með því að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar nú þegar stjórnvöld herða aðgerðir sínar til að hemja útbreiðslu veirunnar. Sala hefur aukist mikið á ýmsum tölvubúnaði í ljósi þessa og á það einkum við um vefmyndavélar og heyrnartól með hljóðnema sem er yfirleitt staðalbúnaður þegar fjarfundur er annars vegar. Skortur í Evrópu Aukin áhersla á fjarvinnu að heiman á tímum kórónuveiru er langt frá því að einskorðast við Ísland. Skortur er á fyrrnefndum búnaði víða í álfunni og eru dæmi um að netþjónustur sem eru nú notaðar í auknum mæli til samskipta og fjarfunda bogni hreinlega undan álaginu. Svo er komið að verulega er farið að ganga á birgðir tölvu- og raftækjaverslana hér á landi og erfitt hefur reynst að fullnægja þörf. „Við erum að upplifa mikinn skort í Evrópu á vefmyndavélum og headsettum [heyrnartólum með hljóðnema] og reynist mjög erfitt að fá birgðir,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri raftækjaverslana Elko, í samtali við Vísi. Þessi búnaður er nú víða af skornum skammti. Getty/Erlon Silva Að hans sögn byrjaði að bera á söluaukningunni snemma í mars og skiptist salan nokkuð jafnt á milli einstaklinga og minni fyrirtækja. Í tölvubúnaðinum er aukningin mest í sölu á heyrnartólum og „er það mælt í þriggja stafa prósentutölu.“ Allar vefmyndavélar eru nú uppseldar hjá fyrirtækinu og er beðið eftir nýjum sendingum. Margir að skipta upp vinnurýmum Svipaða sögu má segja hjá Tölvulistanum, sem rekur sjö verslanir víða um land. Þar hefur sala á ýmis konar tölvu- og fjarfundarbúnaði aukist mikið undanfarnar vikur og eru þar sömuleiðis allar vefmyndavélar uppseldar. Hið sama virðist eiga við um marga aðra söluaðila hér á landi ef marka má netverslanir þeirra. Að sögn Óskars Þórs Óskarssonar, forstöðumanns fyrirtækjasviðs hjá Tölvulistanum, hefur verið erfitt að fá þessar vörur hjá birgjum í Evrópu og reyndist nýjasta sendingin af myndavélum vera minni en reiknað var með vegna vöruskorts. Netverslun og heimsending á ýmsum vörum hefur aukist hjá fjölda fyrirtækja síðustu vikur. Stöð 2 Einnig hefur sala aukist mikið á netkortum sem gera annars snúrutengdum borðtölvum kleift að tengjast netinu þráðlaust. Óskar segir að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir þurfi á slíkum kortum að halda nú þegar vinnurýmum er skipt upp og fólk fært fjær hvort öðru. Bæði Óskar og Óttar hjá Elko hafa séð aukningu í netverslun og heimsendingu síðustu vikur umfram söluaukningu. „Viðskiptavinir velja vefverslun mun meira þessa dagana,“ segir Óttar. Segir fólk hafa það náðugt Óttar bendir þó á ef litið sé til allra vöruflokka í verslunum Elko séu það raunar frystiskápar og -kistur sem hafi rokið mest upp í sölu undanfarnar vikur eða sem nemur 570%. Svo virðist vera sem landinn ætli nú að birgja sig upp og eiga endingargóð matvæli í frystinum. Svipuð þróun hefur sést í frystitækjasölu hjá systurkeðjunni Elkjop sem rekur hátt í fjögur hundruð raftækjaverslanir á Norðurlöndunum, að sögn Óttars. Þá hefur Elko einnig séð verulega aukningu í sölu á afþreyingartækjum á borð við leikjatölvur og minni eldhústækjum svo sem hrærivélum og vöfflujárnum. „Það er því verið að hafa það náðugt heima fyrir á mörgum stöðum,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Elko. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Gríðarmikil aukning hefur verið í sölu á vefmyndavélum og öðrum fjarfundarbúnaði síðustu vikur og er svo komið að slíkar myndavélar eru hér um bil uppseldar. Söluaukningin helst í hendur við mikla fjölgun fólks í sóttkví og aukna áherslu á fjarvinnu. Á sama tíma hefur sala á frystitækjum sums staðar margfaldast. Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. Fastlega má reikna með því að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar nú þegar stjórnvöld herða aðgerðir sínar til að hemja útbreiðslu veirunnar. Sala hefur aukist mikið á ýmsum tölvubúnaði í ljósi þessa og á það einkum við um vefmyndavélar og heyrnartól með hljóðnema sem er yfirleitt staðalbúnaður þegar fjarfundur er annars vegar. Skortur í Evrópu Aukin áhersla á fjarvinnu að heiman á tímum kórónuveiru er langt frá því að einskorðast við Ísland. Skortur er á fyrrnefndum búnaði víða í álfunni og eru dæmi um að netþjónustur sem eru nú notaðar í auknum mæli til samskipta og fjarfunda bogni hreinlega undan álaginu. Svo er komið að verulega er farið að ganga á birgðir tölvu- og raftækjaverslana hér á landi og erfitt hefur reynst að fullnægja þörf. „Við erum að upplifa mikinn skort í Evrópu á vefmyndavélum og headsettum [heyrnartólum með hljóðnema] og reynist mjög erfitt að fá birgðir,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri raftækjaverslana Elko, í samtali við Vísi. Þessi búnaður er nú víða af skornum skammti. Getty/Erlon Silva Að hans sögn byrjaði að bera á söluaukningunni snemma í mars og skiptist salan nokkuð jafnt á milli einstaklinga og minni fyrirtækja. Í tölvubúnaðinum er aukningin mest í sölu á heyrnartólum og „er það mælt í þriggja stafa prósentutölu.“ Allar vefmyndavélar eru nú uppseldar hjá fyrirtækinu og er beðið eftir nýjum sendingum. Margir að skipta upp vinnurýmum Svipaða sögu má segja hjá Tölvulistanum, sem rekur sjö verslanir víða um land. Þar hefur sala á ýmis konar tölvu- og fjarfundarbúnaði aukist mikið undanfarnar vikur og eru þar sömuleiðis allar vefmyndavélar uppseldar. Hið sama virðist eiga við um marga aðra söluaðila hér á landi ef marka má netverslanir þeirra. Að sögn Óskars Þórs Óskarssonar, forstöðumanns fyrirtækjasviðs hjá Tölvulistanum, hefur verið erfitt að fá þessar vörur hjá birgjum í Evrópu og reyndist nýjasta sendingin af myndavélum vera minni en reiknað var með vegna vöruskorts. Netverslun og heimsending á ýmsum vörum hefur aukist hjá fjölda fyrirtækja síðustu vikur. Stöð 2 Einnig hefur sala aukist mikið á netkortum sem gera annars snúrutengdum borðtölvum kleift að tengjast netinu þráðlaust. Óskar segir að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir þurfi á slíkum kortum að halda nú þegar vinnurýmum er skipt upp og fólk fært fjær hvort öðru. Bæði Óskar og Óttar hjá Elko hafa séð aukningu í netverslun og heimsendingu síðustu vikur umfram söluaukningu. „Viðskiptavinir velja vefverslun mun meira þessa dagana,“ segir Óttar. Segir fólk hafa það náðugt Óttar bendir þó á ef litið sé til allra vöruflokka í verslunum Elko séu það raunar frystiskápar og -kistur sem hafi rokið mest upp í sölu undanfarnar vikur eða sem nemur 570%. Svo virðist vera sem landinn ætli nú að birgja sig upp og eiga endingargóð matvæli í frystinum. Svipuð þróun hefur sést í frystitækjasölu hjá systurkeðjunni Elkjop sem rekur hátt í fjögur hundruð raftækjaverslanir á Norðurlöndunum, að sögn Óttars. Þá hefur Elko einnig séð verulega aukningu í sölu á afþreyingartækjum á borð við leikjatölvur og minni eldhústækjum svo sem hrærivélum og vöfflujárnum. „Það er því verið að hafa það náðugt heima fyrir á mörgum stöðum,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Elko.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira