Innlent

Rúmur milljarður til við­bótar í menningu, í­þróttir og rann­sóknir

Atli Ísleifsson skrifar
viðbótarframlagið er ætlað til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar.
viðbótarframlagið er ætlað til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Vísir/Hanna

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar.

Í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins kemur fram að einnig verði 400 milljónum króna varið í rannsóknartengd verkefni.

Alls sé því um ræða 1.150 milljónir króna sem komi til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.

Haft er eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra að það sé mikilvægt að þessir fjármunir komist í umferð sem allra fyrst til að betur megi tryggja afkomu fólks og félaga sem starfi á þessum sviðum

„Við ætlum skapa störf fyrir fólk sem hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna aðstæðna, og í leiðinni menningarverðmæti og þekkingu sem nýtist inn í framtíðina,“ segir Lilja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×