Víðfeðmi kærleikans Hildur Björnsdóttir skrifar 21. mars 2020 11:06 „Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
„Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun