Börn með skarð í vör Lárus Sigurður Lárusson skrifar 21. mars 2020 09:10 Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun