Það sem skiptir máli Drífa Snædal skrifar 20. mars 2020 15:30 Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar