Það sem skiptir máli Drífa Snædal skrifar 20. mars 2020 15:30 Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun