„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 18:36 Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35