Stuðningsmenn Liverpool sagðir vera þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 11:30 Stuðningsmaður Liverpool lætur menn heyra það í leik Liverpool og Chelsea á Anfield. Getty/Simon Stacpoole Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira