Innlent

Til­kynnt um líkams­á­rás inni á skemmti­stað í mið­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur á öðrum tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu segir að grunaður árásarmaður hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Árásarþola var ekið á slysadeild, en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg.

Í dagbók lögreglu segir ennfremur að alls hafi 46 mál verið bókuð í gærkvöldi og í nótt. Séu sjö manns nú vistaðir í fangageymslu, og þar af eru tveir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, tveir vegna heimilisofbeldis og einn vegna líkamsárásar.

Einnig er minnst á eldinn sem kom upp á skemmtistaðnum Pablo Discobar skömmu fyrir miðnætti. 

„Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna elds, sóts og vatns. Ekki er vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglunnar hefur rannsókn síðar í dag. Þrítugur karlmaður var handtekinn á vettvangi og er vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Einn hand­tekinn á vett­vangi brunans

Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum.

Eldur logar í Pablo Discobar

Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×