Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 11:30 Það skiptir máli hvaða bifreið Kingsley Coman lætur sjá sig á. INSTAGRAM/@KING_COMAN Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. Þýsk knattspyrnulið eru farin að æfa á nýjan leik eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins og samkvæmt AFP standa vonir til að hægt verði að byrja að spila á nýjan leik snemma í maí. Það yrði þó gert fyrir luktum dyrum þar sem að þýsk stjórnvöld hafa bannað fjöldasamkomur út ágúst. Coman, sem er 23 ára, mætti á æfingu Bayern á McLaren 570S Spider bifreið sinni en hefði betur sleppt því. Leikmenn Bayern eiga nefnilega reglum samkvæmt að mæta á Audi-bifreiðum. Audi á 8,33 prósenta hlut í Bayern München. Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, mun samkvæmt Bild hafa lesið yfir leikmannahópnum vegna brota á reglunni um að mæta á æfingar í Audi. Engu að síður hafa Philippe Coutinho, Niklas Sule og nú Coman brotið þessa reglu á árinu. Coman hefur beðist afsökunar á hegðun sinni: „Ég vil biðja félagið og Audi afsökunar á að hafa ekki komið á æfingu í bíl fyrirtækisins. Ástæðan var skemmdur hliðarspegill í Audi-bílnum mínum. Þetta voru samt mistök, auðvitað skil ég það. Til að bæta upp fyrir þetta mun ég mæta í Audi-verksmiðjuna í Ingolstadt og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma eins fljótt og hægt er og hjálpa þannig vinnuveitendum mínum að fá athygli,“ sagði Coman. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. Þýsk knattspyrnulið eru farin að æfa á nýjan leik eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins og samkvæmt AFP standa vonir til að hægt verði að byrja að spila á nýjan leik snemma í maí. Það yrði þó gert fyrir luktum dyrum þar sem að þýsk stjórnvöld hafa bannað fjöldasamkomur út ágúst. Coman, sem er 23 ára, mætti á æfingu Bayern á McLaren 570S Spider bifreið sinni en hefði betur sleppt því. Leikmenn Bayern eiga nefnilega reglum samkvæmt að mæta á Audi-bifreiðum. Audi á 8,33 prósenta hlut í Bayern München. Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, mun samkvæmt Bild hafa lesið yfir leikmannahópnum vegna brota á reglunni um að mæta á æfingar í Audi. Engu að síður hafa Philippe Coutinho, Niklas Sule og nú Coman brotið þessa reglu á árinu. Coman hefur beðist afsökunar á hegðun sinni: „Ég vil biðja félagið og Audi afsökunar á að hafa ekki komið á æfingu í bíl fyrirtækisins. Ástæðan var skemmdur hliðarspegill í Audi-bílnum mínum. Þetta voru samt mistök, auðvitað skil ég það. Til að bæta upp fyrir þetta mun ég mæta í Audi-verksmiðjuna í Ingolstadt og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma eins fljótt og hægt er og hjálpa þannig vinnuveitendum mínum að fá athygli,“ sagði Coman.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira