Loka Háteigsskóla í tvær vikur Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 18:08 Háteigsskóli í morgun. Vísir/vilhelm Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. Hvorki aðrir starfsmenn né nemendur verða þó settir í sóttkví vegna þess. Í tilkynningu til foreldra kemur fram að ákvörðunin um lokun skólans sé tekin til að freista þessa að hægja á söfnun smita eins mikið og hægt er og koma í veg fyrir að fleiri veikist. Skólastjórnendur árétta þó að skólinn teljist ekki sýktur. Beina þeir því til nemenda og starfsmanna sem hafa verið settir í sóttkví eða eru veikur fari eftir fyrirmælum almannavarna og landlæknis. Hvorki aðrir nemendur né starfsmenn eru settir í sóttkví í tengslum við lokunina. „Þær sviptingar sem hafa orðið á skólastarfi síðustu daga eiga sér varla hliðstæðu í manna minnum. Mikilvægt er fyrir okkur öll, foreldra jafnt sem kennara, að taka höndum saman og hlúa að börnunum og skapa þeim traust og öruggt umhverfi. Nú fer í hönd tími þar sem nám og uppeldi fær nýja og víðtækari merkingu þar sem samvera og samtal skiptir meira máli en nokkru sinni áður. Skólinn mun vera í sambandi við foreldra eins fljótt og auðið er varðandi framhald á skólastarfi við þessar óvenjulegu aðstæður,“ segir í pósti sem Arndís Steindórsdóttir, skólastjóri, og Þórður G. Óskarsson, aðstoðarskólastjóri skrifa undir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. Hvorki aðrir starfsmenn né nemendur verða þó settir í sóttkví vegna þess. Í tilkynningu til foreldra kemur fram að ákvörðunin um lokun skólans sé tekin til að freista þessa að hægja á söfnun smita eins mikið og hægt er og koma í veg fyrir að fleiri veikist. Skólastjórnendur árétta þó að skólinn teljist ekki sýktur. Beina þeir því til nemenda og starfsmanna sem hafa verið settir í sóttkví eða eru veikur fari eftir fyrirmælum almannavarna og landlæknis. Hvorki aðrir nemendur né starfsmenn eru settir í sóttkví í tengslum við lokunina. „Þær sviptingar sem hafa orðið á skólastarfi síðustu daga eiga sér varla hliðstæðu í manna minnum. Mikilvægt er fyrir okkur öll, foreldra jafnt sem kennara, að taka höndum saman og hlúa að börnunum og skapa þeim traust og öruggt umhverfi. Nú fer í hönd tími þar sem nám og uppeldi fær nýja og víðtækari merkingu þar sem samvera og samtal skiptir meira máli en nokkru sinni áður. Skólinn mun vera í sambandi við foreldra eins fljótt og auðið er varðandi framhald á skólastarfi við þessar óvenjulegu aðstæður,“ segir í pósti sem Arndís Steindórsdóttir, skólastjóri, og Þórður G. Óskarsson, aðstoðarskólastjóri skrifa undir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira