Umsóknir um bætur hrannast inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:18 Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira