Efstu mennirnir á óskalista Klopp hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 18:00 Jürgen Klopp er með þrjá leikmenn sem hann vill fá á Anfield í næsta glugga. vísir/getty Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira