Viðskipti innlent

World Class frystir ekki kort vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
World Class í Laugadal sem er stærsta útibú World Class hér á landi.
World Class í Laugadal sem er stærsta útibú World Class hér á landi. Vísir/Vilhelm

Líkamsræktarstöðin World Class ætlar ekki að frysta líkamsræktarkort hjá þeim viðskiptavinum sem óska eftir því. Ósáttir notendur hafa haft samband við fréttastofu í dag vegna þessa. Einn þeirra segist vera í áhættuhópi og ekki í aðstöðu til þess að nýta sér líkamsræktarþjónustuna á meðan kórónuveirufaraldrinum stendur.

Í svari World Class til notendanna kemur fram að World Class fylgist vel með framvindu mála og muni gefa út yfirlýsingu ef staðan breytist.

„Við höfum gert okkar besta til að tryggja öruggar aðstæður fyrir þá sem mæta á æfingu. Auka hjá okkur þrif og bæta við spritti og öðru sótthreinsandi efni til að þrífa tækin fyrir og eftir notkun. Einnig höfum við m.a. lokað öðru hvoru upphitunartæki hjá okkur til að tveir metrar séu á milli manna,“ segir í svari World Class.

Á heimasíðu World Class kemur fram að opnunartímar haldist óbreyttir í líkamsræktarstöðunum. 

Reebok Fitness hefur lokað öllum sínum líkamsræktarstöðum, sett starfsemina í pásu og sömuleiðis allar áskriftir hjá viðskiptavinum.

„Það er því ekkert sem viðskiptavinir þurfa að gera því að þegar léttir aftur til þá höldum við áfram frá því sem var horfið. Þín áskrift, þitt námskeið, þinn tími, þú átt þetta allt inni þegar öruggt er að opna aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×