Palli fimmtugur í dag: „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:33 Páll Óskar er fimmtugur í dag. „Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira