Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 11:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar lögregla stöðvaði viðburð vegna meintra brota á sóttvarnalögum. Vísir/Vilhelm Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú skömmu fyrir hádegi. Lögregla segir ekki unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu að lögregla hafi jafnframt til rannsóknar „nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum“. Viðburðurinn í Ásmundarsal sé einnig rannsakaður með tilliti til slíkra brota. Yfirlýsing lögreglu í heild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu. Málið hefur vakið mikla athygli síðan lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Margir hafa kallað eftir afsögn hans vegna málsins. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hefði hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hefðu verið gerð í að tryggja sóttvarnir. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú skömmu fyrir hádegi. Lögregla segir ekki unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu að lögregla hafi jafnframt til rannsóknar „nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum“. Viðburðurinn í Ásmundarsal sé einnig rannsakaður með tilliti til slíkra brota. Yfirlýsing lögreglu í heild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu. Málið hefur vakið mikla athygli síðan lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Margir hafa kallað eftir afsögn hans vegna málsins. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hefði hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hefðu verið gerð í að tryggja sóttvarnir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42